Innlent

Íslendingar sem flón á alþjóðavettvangi

Jakob Bjarnar og Atli Ísleifsson skrifa
María Strömvik gerir grín að bréfi Gunnars Braga og Eiríkur segir erlenda sérfræðinga í forundran enda framganga Íslands fáheyrð.
María Strömvik gerir grín að bréfi Gunnars Braga og Eiríkur segir erlenda sérfræðinga í forundran enda framganga Íslands fáheyrð.
Aðstoðarprófessor við Lundarháskóla í Svíþjóð og sérfræðingur í Evrópumálum, líkir frægu uppsagnarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til ESB og því sem í kjölfarið hefur komið við sápuóperu.

María Strömvik, lektor og aðstoðarprófessor við Lundarháskóla í Svíþjóð, ritar á Facebooksíðu sína pistil þar líkir hún frægu bréfi utanríkisráðherra til ESB við sápuóperu í tíu þáttum og rekur gang mála.

Til að gera langa sögu stutta, en pistil hennar má lesa hér fyrir neðan, dregur Strömvik framgöngu Íslendinga sundur og saman í nístandi háði og klikkir út með því, í 10. þætti sápuóperunnar, að ráðleggja ESB að senda bréf til baka þess efnis að Íslendingar séu velkomnir að samningaborðinu um leið og þeir hafa öðlast snefil af skilningi á því hvernig lýðræði gangi fyrir sig.

Bréf Gunnars Braga vekur kátínu úti í hinum stóra heimi; grínið er á kostnað Íslands.
Kaupmannahafnarskilyrðin

Í samtali við Vísi segist María að einhverju leyti vera að gantast þegar hún leggur til að framkvæmdastjórn ESB ætti að tilkynna íslenskum stjórnvöldum að Ísland uppfylli ekki lengur Kaupmannahafnarskilyrðin svokölluðu.

En, í sáttmála Evrópusambandsins kemur fram að hvaða Evrópuríki sem er megi sækja um aðild að sambandinu ef það virðir lýðræðisleg gildi sambandsins og er tilbúið að skuldbinda sig til að vinna þeim brautargengi.

Þær sértæku kröfur sem settar eru fram eru betur þekktar sem Kaupmannahafnarskilyrðin. Þau kveða á um að ríki geti einungis gerst aðildarríki ESB ef það uppfyllir:

a)     Pólitísk skilyrði – um stöðugt stjórnarfar og stofnanir sem tryggja lýðræði, réttarríki og mannréttindi.

b)    Efnahagsleg skilyrði – um virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni sem fylgir þátttöku á innri markaði ESB.

c)     Lagaleg skilyrði - að ríkið geti og vilji samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallarmarkmið sambandsins í stjórnmálum og efnahagsmálum.

Eiríkur segir það auðvitað svo að erlendis séu menn í forundran enda framganga Íslendinga án fordæma.
Framganga okkar algerlega óskiljanleg

Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst hefur starfað mikið á alþjóðavettvangi.

Er það almennt skoðun sérfræðinga í Evrópumálum að framgöngu Íslendinga sé best líkt við sápuóperu?

„Jahh, íslenska ríkinu hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp með að gera sig skiljanlegt með hvað það er sem við viljum raunverulega hafa í tengingum okkur við Evrópusambandið. Og margir hafa getað gert sér mat úr öllum þeim vandræðagangi.“

Eiríkur segir vitaskuld það svo vera að bréfið hafi vakið verulega athygli erlendis, ekki síst meðal þeirra sérfræðinga á þessu sviði.

„Menn hafa þurft að klóra sér verulega í kollinum til þess að reyna að finna út úr því hver fyrirætlan íslenska ríkisins er. Hún er engan veginn ljós af þessu bréfi. Ríkisstjórnin lýsir yfir því að hún hafi ekki áhuga á því að ganga til liðs við Evrópusambandið, og vilji ekki teljast umsóknarríki en hefur hins vegar ekki fyrir því að draga umsóknina til baka. Þetta er fáheyrt í utanríkissamskiptum, að ríki sæki með formlega réttum hætti að aðild að alþjóðastofnun. Lýsi því síðar yfir að hún hafi ekki áhuga á að halda áfram með þá umsókn, án þess þó að draga hana til baka með eins formlegum hætti, og þeim hætti sem menn eiga auðvitað að viðhafa. Þetta skilur alla aðra eftir í einhvers konar forundran yfir raunverulegri fyrirætlan viðkomandi ríkis.“

Má ganga svo langt að telja að okkur hafi tekist að gera okkur að fíflum á alþjóðavettvangi?

„Okkur hefur tekist að gera okkur óskiljanleg á alþjóðavettvangi,“ segir Eiríkur.

María Strömsvik reynir að skilja framgöngu Íslands í Evrópumálunum og telur það best gert með að skrifa atburðarásina upp í sápuóperustíl.
Sápuópera í tíu þáttum

María Strömvik leggur framgöngu Íslands svo upp, í grófum dráttum, og líkir við sápuóperu.

Strömvik hefur margoft komið hingað til lands, meðal annars til að kenna í Sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki.

Vísir biðst forláts á að texti Maríu er á ensku, en líkast til skilja flestir hvað klukkan slær.

Episode 1.

In a surprise move, Iceland's foreign minister sends a letter to the European Commission, implying but not explicitly stating his wish to formally withdraw Iceland's application for EU membership.

Episode 2.

The whole Icelandic corps of political journalists struggles to decipher the contents of the letter. The foreign minister says it means that Iceland has ended the applicant status with the EU.

Episode 3.

The EU does not understand what the letter says. The European Commission is forced to hold a press conference about Iceland's status without actually saying anything about Iceland's status.

Episode 4.

The Parliament, Alþingi, which was not consulted or even informed about the letter, is shocked. A special session is convened. When asked why he did not consult Alþingi, the foreign minister replies: "as you know, I tried to run this past you guys last year, but you didn't agree so the issue got stuck. I did not want this to happen this time."

Episode 5.

The citizens of Iceland get angry. Really angry. Despite a raging snowstorm, they take to the streets to protest against the sending of the letter.

Episode 6.

A law professor tries to clarify the situation. With a highly unusual interpretation of democratic principles, she says: "the foreign minister did the right thing. The decision of Alþingi to mandate the previous government to negotiate for a possible EU membership is not in any way binding for the present government, since there has been an election after that decision."

Episode 7.

Alþingi is furious by now, so it sends its own letter to the EU Commission saying that the previous letter from the Icelandic foreign minister is not valid.

Episode 8.

The foreign minister is shocked by Alþingi's letter to the Commission, and calls it "a coup d'etat".


Episode 9.

The European Commission has by now had a week to consider the situation, and holds a new press conference. "As far as we know," the Commission says, "Iceland has not withdrawn its membership application."

My suggestion for episode 10:

maybe the Commission could send a letter back to Iceland, saying that "you are welcome back to the negotiating table when you have established some basic principles of democracy"


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×