Handbolti

Kári framlengir við deildar- og bikarmeistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári og Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, handsala samninginn.
Kári og Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, handsala samninginn. mynd/grótta
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu í Olís-deild kvenna, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

Kári hefur þjálfað hjá Gróttu í 13 ár og hefur náð afbragðsgóðum árangri með meistaraflokk kvenna á undanförnum tveimur árum.

Undir hans stjórn varð Grótta bikarmeistari í febrúar og deildarmeistari í síðasta mánuði. Það eru fyrstu stóru titlarnir í sögu félagsins í meistaraflokkum.

Grótta getur svo bætt sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í safnið síðar í vor en úrslitakeppnin hefst á annan í páskum. Grótta mætir Selfossi í átta-liða úrslitunum.


Tengdar fréttir

Grótta deildarmeistari

Grótta varð deildarmeistari í Olís-deild kvenna með sigri á KA/Þór norðan heiða í dag, en heil umferð fór fram í deildinni í dag. Valsstúlkur unnu einnig góðan sigur á Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×