Handbolti

Ólafur Víðir og Hákon ráðnir þjálfarar HK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Víðir og Hákon í Kórnum.
Ólafur Víðir og Hákon í Kórnum. mynd/hk
Ólafur Víðir Ólafsson og Hákon Bridde hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks kvenna í handbolta hjá HK.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HK-ingum, en báðir skrifuðu undir tveggja ára samning. Ólafur Víðir verður aðalþjálfari en Hákon honum til aðstoðar.

Ólafur spilaði lengi með HK og varð bikarmeistari árið 2003 og Íslandsmeistari 2012. Hann hefur lengi þjálfað yngri flokka hjá HK.

Hákon er einnig uppalinn hjá HK og spilaði með meistaraflokki auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka í mörg ár.

HK hafnaði í níunda sæti Olís-deildarinnar í vetur og missti af sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×