Veiðigjald sett til þriggja ára og makríllinn í kvóta Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:24 Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira