Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00