Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-22 | Bjargvætturinn Laufey Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 2. maí 2015 00:01 Vísir Grótta tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í fyrsta sinn í sögu félagsins með tveggja marka sigri á ÍBV í framlengdum oddaleik á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur 24-22, Gróttu í vil sem mætir Stjörnunni í úrslitum. ÍBV var með sigurinn í hendi sér undir lok venjulegs leiktíma en liðið var með forystu og fékk nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir undir lokin, auk þess sem liðið var í tvígang einni fleiri. Í stöðunni 17-18 fengu Eyjakonur vítakast auk þess sem Eva Margrét Kristinsdóttir var rekin af velli. Vera Lopes fór á vítalínuna en ungur markvörður Gróttu, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, gerði sér lítið fyrir og varði vítakastið. Eva Björk Davíðsdóttir jafnaði metin í 18-18 en í næstu sókn kom Jóna Sigríður Halldórsdóttir ÍBV aftur yfir. Þegar tæp mínúta var eftir fékk Lovísa Thompson tveggja mínútna brottvísun og ÍBV var því með pálmann í höndunum. Gróttuvörnin stóð hins vegar frábærlega og gaf engin færi á sér. Gestirnir fengu dæmda á sig leiktöf og Guðný Hjaltadóttir tryggði Gróttu framlengingu þegar hún skoraði eftir hraðaupphlaup. ÍBV fékk þó eina sókn til að tryggja sér sigurinn en fékk aftur dæmda á sig leiktöf. Í framlengingu reyndust deildar- og bikarmeistararnir svo sterkari. Í stöðunni 21-21, undir lok framlengingarinnar, tók Vera galið skot og skildi um 10 sekúndur eftir á klukkunni sem Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, nýtti sér til að koma Seltirningum yfir, 22-21. Laufey, sem hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur, átti stórleik í liði Gróttu í dag og skoraði m.a. þrjú síðustu mörk liðsins í framlengingunni. Íris Björk Símonardóttir átti einnig frábæran leik í marki Gróttu og varði 21 skot, eða 49% þeirra skota sem hún fékk á sig. Eyjakonur, sem biðu afhroð í fjórða leiknum, byrjuðu leikinn betur og eftir átta mínútna leik var staðan orðin 1-4, gestunum í vil. Vörn ÍBV var mjög sterk og þvingaði Gróttukonur í erfiðar sendingar sem margar hverjar mistókust. Seltirningar töpuðu alls tíu boltum í fyrri hálfleik á móti átta hjá Eyjakonum. ÍBV fékk gullið tækifæri til að auka muninn þegar Grótta missti mann af velli í stöðunni 1-4. En í stað þess að það drægi sundur með liðunum fór Grótta á flug og skoraði fimm mörk í röð. Sóknarleikur Eyjakvenna var slakur á þessum kafla en liðið skoraði ekki í 13 mínútur. Gestunum til happs tókst Gróttu ekki að stinga af en Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, markvörður ÍBV, átti sinn þátt í því en hún varði m.a. tvö vítaköst í fyrri hálfleik. Ólöf átti flottan leik í markinu í dag og varði 20 skot (45%). ÍBV breytti stöðunni úr 7-5 í 7-8 en Grótta lauk fyrri hálfleiknum af krafti, skoraði þrjú síðustu mörk hans og fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, 11-9. Eyjakonur skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleik en þá komu tvö Gróttumörk í röð og staðan orðin 13-10, heimakonum í vil. ÍBV var ekki af baki dottið, gaf í, náði 1-5 kafla og komst marki yfir, 14-15. Eftir þetta skiptust liðin á að hafa forystuna en í stöðunni 17-16, Gróttu í vil, komu tvö Eyjamörk í röð. Sóknarleikur Gróttu var afskaplega vondur á þessum kafla en liðið gerði aragrúa af tæknifeilum. Eyjakonur fengu nokkur tækifæri til að ná tveggja marka forystu á lokakaflanum en tókst aldrei, þrátt fyrir að vera tvisvar manni fleiri. Gróttukonum tókst með mikilli baráttu að knýja fram framlengingu þar sem þær reyndust svo sterkari eins og áður sagði. Laufey var markahæst í liði Gróttu með níu mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk en besti leikmaður liðsins í dag var Telma Amado sem skoraði fimm mörk af línunni. Landa hennar, Vera Lopes, átti hins vegar afar dapran leik og tók vondar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum sem reyndust Eyjaliðinu dýrkeyptar. Fyrsti leikurinn í einvígi Gróttu og Stjörnunnar fer fram í Hertz-höllinni á þriðjudaginn kemur.Kári: Púlsinn var hár Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að púlsinn hafi verið ansi hár undir lokin á oddaleik Seltirninga og ÍBV um sæti í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í dag. "Púlsinn var orðinn ansi hár enda held ég að það hafi verið þannig hjá öllum í húsinu. Þetta var þannig leikur," sagði Kári. "Við sýndum brjálaðan karakter að komast í framlengingu, við vorum einni færri, marki undir og þær í sókn á lokamínútunni. En við náðum að skora og mjaka þessu í gegn í framlengingunni þar sem Laufey Ásta (Guðmundsdóttir) var frábær," sagði Kári sem bar einnig lof á Elínu Jónu Þorsteinsdóttur sem varði vítakast á gríðarlega mikilvægum tímapunkti undir lok venjulegs leiktíma. "Það var gríðarlega mikilvægt. Hún kom inn á og tók vítið frá Veru (Lopes). Það skipti miklu. "Við spiluðum ekki nógu vel í seinni hálfleik, gerðum of marga feila og klúðruðum ótrúlega mörgum dauðafærum. Kolla (Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir) varði vel og ÍBV var mjög öflugt í þessu einvígi," sagði þjálfarinn en spilaði Eyjaliðið betur en hann bjóst við? "Ég veit að það býr mikið í þessu liði. Við spiluðum við það í undanúrslitum bikarsins og það var stál í stál og hefði allt eins getað dottið þeirra megin. Þetta tal um að við ættum að vinna 3-0 var ekki alveg rétt, ÍBV er bara með það gott lið." Stjarnan verður mótherji Gróttu í úrslitunum en Garðbæingar munu spila til úrslita annað árið í röð. Kári lýst vel á einvígið sem hefst strax á þriðjudaginn. "Ég hef reyndar ekki séð mikið af Stjörnuliðinu undanfarið. Ég þarf að skoða þetta einvígi því það byrjar á þriðjudaginn. Það verður afslöppun í kvöld, undirbúningur á morgun og æfing á mánudaginn," sagði Kári að lokum.Laufey Ásta: Taugastigið breyttist í framlengingunni Laufey Ásta Guðmundsdóttir átti stórleik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildarinnar með tveggja marka sigri á ÍBV í dag. Hún vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og sagði að titilinn Bjargvætturinn Laufey sem blaðamaður Vísis sló upp ætti ekki alveg við. "Þetta er glænýr titill. Ég held að það eigi ekki alveg við, við erum lið," sagði Laufey en Grótta var komin í erfiða stöðu undir lok leiksins en náði að knýja fram framlengingu. "Þær hafa taugar alveg eins og við og það er pressa á þeim. Það benti allt til þess að þær væru að fara áfram en við þjöppuðum okkur saman og minntum sjálfar okkur á hversu mikið við vildum þetta," sagði Laufey og bætti við að vítakastið sem Elín Jóna varði frá Veru Lopes undir lokin hafi verið gríðarlega dýrmætt. Gróttukonur gerðu ótal tæknifeila í leiknum og þá sérstaklega í venjulegum leiktíma. Laufey sagði að deildar- og bikarmeistararnir þyrftu að fækka þeim fyrir einvígið við Stjörnuna. "Jú, taugastigið breyttist svolítið í framlengingunni. Við róuðum okkur niður og klúðruðum aðeins færri boltum. Maður gerir bara það sem til þarf. "Nú þurfum við bara að ná okkur niður og finna leiðir til að vinna Stjörnuna," sagði Laufey að lokum.Jón Gunnlaugur: Kemst ekki nær því að slá Gróttu út Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið fyrir Gróttu í oddaleiknum um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar í dag. "Maður kemst ekki mikið nær því að slá út Gróttu en þetta, með boltann þegar það eru 50 sekúndur eftir og við einni fleiri. Þá urðum við því miður ragar," sagði Jón en þetta var hans síðasti leikur með Eyjaliðið. Eyjakonur tóku oft vondar ákvarðanir undir lok leiksins og í framlengingunni eins og þegar Vera Lopes skaut þegar 10 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Skotið geigaði og Gróttukonur refsuðu með marki. Jón var að vonum ósáttur með þetta agaleysi Veru. "Það var glórulaust. Þetta féll ekki með okkur í dag. Það gerist oft að liðið sem jafnar er einbeittara í framlengingunni og það gerðist því miður í dag," sagði Jón og bætti við: "En ég er ótrúlega stoltur af stelpunum, þær eru frábærar og Eyjafólk getur verið stolt af því hvernig þær stóðu sig í þessu einvígi og í vetur. Gengið var framar björtustu vonum og við vorum með sigurinn í hendi okkar í oddaleiknum en klúðruðum því. "Þetta er ungt lið og það eru tvær stelpur fæddar 1997 í byrjunarliðinu. Þetta eru mestmegnis uppaldir leikmenn og ég er hrikalega ánægður með þær," sagði Jón að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Grótta tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í fyrsta sinn í sögu félagsins með tveggja marka sigri á ÍBV í framlengdum oddaleik á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur 24-22, Gróttu í vil sem mætir Stjörnunni í úrslitum. ÍBV var með sigurinn í hendi sér undir lok venjulegs leiktíma en liðið var með forystu og fékk nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir undir lokin, auk þess sem liðið var í tvígang einni fleiri. Í stöðunni 17-18 fengu Eyjakonur vítakast auk þess sem Eva Margrét Kristinsdóttir var rekin af velli. Vera Lopes fór á vítalínuna en ungur markvörður Gróttu, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, gerði sér lítið fyrir og varði vítakastið. Eva Björk Davíðsdóttir jafnaði metin í 18-18 en í næstu sókn kom Jóna Sigríður Halldórsdóttir ÍBV aftur yfir. Þegar tæp mínúta var eftir fékk Lovísa Thompson tveggja mínútna brottvísun og ÍBV var því með pálmann í höndunum. Gróttuvörnin stóð hins vegar frábærlega og gaf engin færi á sér. Gestirnir fengu dæmda á sig leiktöf og Guðný Hjaltadóttir tryggði Gróttu framlengingu þegar hún skoraði eftir hraðaupphlaup. ÍBV fékk þó eina sókn til að tryggja sér sigurinn en fékk aftur dæmda á sig leiktöf. Í framlengingu reyndust deildar- og bikarmeistararnir svo sterkari. Í stöðunni 21-21, undir lok framlengingarinnar, tók Vera galið skot og skildi um 10 sekúndur eftir á klukkunni sem Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, nýtti sér til að koma Seltirningum yfir, 22-21. Laufey, sem hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur, átti stórleik í liði Gróttu í dag og skoraði m.a. þrjú síðustu mörk liðsins í framlengingunni. Íris Björk Símonardóttir átti einnig frábæran leik í marki Gróttu og varði 21 skot, eða 49% þeirra skota sem hún fékk á sig. Eyjakonur, sem biðu afhroð í fjórða leiknum, byrjuðu leikinn betur og eftir átta mínútna leik var staðan orðin 1-4, gestunum í vil. Vörn ÍBV var mjög sterk og þvingaði Gróttukonur í erfiðar sendingar sem margar hverjar mistókust. Seltirningar töpuðu alls tíu boltum í fyrri hálfleik á móti átta hjá Eyjakonum. ÍBV fékk gullið tækifæri til að auka muninn þegar Grótta missti mann af velli í stöðunni 1-4. En í stað þess að það drægi sundur með liðunum fór Grótta á flug og skoraði fimm mörk í röð. Sóknarleikur Eyjakvenna var slakur á þessum kafla en liðið skoraði ekki í 13 mínútur. Gestunum til happs tókst Gróttu ekki að stinga af en Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, markvörður ÍBV, átti sinn þátt í því en hún varði m.a. tvö vítaköst í fyrri hálfleik. Ólöf átti flottan leik í markinu í dag og varði 20 skot (45%). ÍBV breytti stöðunni úr 7-5 í 7-8 en Grótta lauk fyrri hálfleiknum af krafti, skoraði þrjú síðustu mörk hans og fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, 11-9. Eyjakonur skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleik en þá komu tvö Gróttumörk í röð og staðan orðin 13-10, heimakonum í vil. ÍBV var ekki af baki dottið, gaf í, náði 1-5 kafla og komst marki yfir, 14-15. Eftir þetta skiptust liðin á að hafa forystuna en í stöðunni 17-16, Gróttu í vil, komu tvö Eyjamörk í röð. Sóknarleikur Gróttu var afskaplega vondur á þessum kafla en liðið gerði aragrúa af tæknifeilum. Eyjakonur fengu nokkur tækifæri til að ná tveggja marka forystu á lokakaflanum en tókst aldrei, þrátt fyrir að vera tvisvar manni fleiri. Gróttukonum tókst með mikilli baráttu að knýja fram framlengingu þar sem þær reyndust svo sterkari eins og áður sagði. Laufey var markahæst í liði Gróttu með níu mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk en besti leikmaður liðsins í dag var Telma Amado sem skoraði fimm mörk af línunni. Landa hennar, Vera Lopes, átti hins vegar afar dapran leik og tók vondar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum sem reyndust Eyjaliðinu dýrkeyptar. Fyrsti leikurinn í einvígi Gróttu og Stjörnunnar fer fram í Hertz-höllinni á þriðjudaginn kemur.Kári: Púlsinn var hár Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að púlsinn hafi verið ansi hár undir lokin á oddaleik Seltirninga og ÍBV um sæti í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í dag. "Púlsinn var orðinn ansi hár enda held ég að það hafi verið þannig hjá öllum í húsinu. Þetta var þannig leikur," sagði Kári. "Við sýndum brjálaðan karakter að komast í framlengingu, við vorum einni færri, marki undir og þær í sókn á lokamínútunni. En við náðum að skora og mjaka þessu í gegn í framlengingunni þar sem Laufey Ásta (Guðmundsdóttir) var frábær," sagði Kári sem bar einnig lof á Elínu Jónu Þorsteinsdóttur sem varði vítakast á gríðarlega mikilvægum tímapunkti undir lok venjulegs leiktíma. "Það var gríðarlega mikilvægt. Hún kom inn á og tók vítið frá Veru (Lopes). Það skipti miklu. "Við spiluðum ekki nógu vel í seinni hálfleik, gerðum of marga feila og klúðruðum ótrúlega mörgum dauðafærum. Kolla (Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir) varði vel og ÍBV var mjög öflugt í þessu einvígi," sagði þjálfarinn en spilaði Eyjaliðið betur en hann bjóst við? "Ég veit að það býr mikið í þessu liði. Við spiluðum við það í undanúrslitum bikarsins og það var stál í stál og hefði allt eins getað dottið þeirra megin. Þetta tal um að við ættum að vinna 3-0 var ekki alveg rétt, ÍBV er bara með það gott lið." Stjarnan verður mótherji Gróttu í úrslitunum en Garðbæingar munu spila til úrslita annað árið í röð. Kári lýst vel á einvígið sem hefst strax á þriðjudaginn. "Ég hef reyndar ekki séð mikið af Stjörnuliðinu undanfarið. Ég þarf að skoða þetta einvígi því það byrjar á þriðjudaginn. Það verður afslöppun í kvöld, undirbúningur á morgun og æfing á mánudaginn," sagði Kári að lokum.Laufey Ásta: Taugastigið breyttist í framlengingunni Laufey Ásta Guðmundsdóttir átti stórleik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildarinnar með tveggja marka sigri á ÍBV í dag. Hún vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og sagði að titilinn Bjargvætturinn Laufey sem blaðamaður Vísis sló upp ætti ekki alveg við. "Þetta er glænýr titill. Ég held að það eigi ekki alveg við, við erum lið," sagði Laufey en Grótta var komin í erfiða stöðu undir lok leiksins en náði að knýja fram framlengingu. "Þær hafa taugar alveg eins og við og það er pressa á þeim. Það benti allt til þess að þær væru að fara áfram en við þjöppuðum okkur saman og minntum sjálfar okkur á hversu mikið við vildum þetta," sagði Laufey og bætti við að vítakastið sem Elín Jóna varði frá Veru Lopes undir lokin hafi verið gríðarlega dýrmætt. Gróttukonur gerðu ótal tæknifeila í leiknum og þá sérstaklega í venjulegum leiktíma. Laufey sagði að deildar- og bikarmeistararnir þyrftu að fækka þeim fyrir einvígið við Stjörnuna. "Jú, taugastigið breyttist svolítið í framlengingunni. Við róuðum okkur niður og klúðruðum aðeins færri boltum. Maður gerir bara það sem til þarf. "Nú þurfum við bara að ná okkur niður og finna leiðir til að vinna Stjörnuna," sagði Laufey að lokum.Jón Gunnlaugur: Kemst ekki nær því að slá Gróttu út Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið fyrir Gróttu í oddaleiknum um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar í dag. "Maður kemst ekki mikið nær því að slá út Gróttu en þetta, með boltann þegar það eru 50 sekúndur eftir og við einni fleiri. Þá urðum við því miður ragar," sagði Jón en þetta var hans síðasti leikur með Eyjaliðið. Eyjakonur tóku oft vondar ákvarðanir undir lok leiksins og í framlengingunni eins og þegar Vera Lopes skaut þegar 10 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Skotið geigaði og Gróttukonur refsuðu með marki. Jón var að vonum ósáttur með þetta agaleysi Veru. "Það var glórulaust. Þetta féll ekki með okkur í dag. Það gerist oft að liðið sem jafnar er einbeittara í framlengingunni og það gerðist því miður í dag," sagði Jón og bætti við: "En ég er ótrúlega stoltur af stelpunum, þær eru frábærar og Eyjafólk getur verið stolt af því hvernig þær stóðu sig í þessu einvígi og í vetur. Gengið var framar björtustu vonum og við vorum með sigurinn í hendi okkar í oddaleiknum en klúðruðum því. "Þetta er ungt lið og það eru tvær stelpur fæddar 1997 í byrjunarliðinu. Þetta eru mestmegnis uppaldir leikmenn og ég er hrikalega ánægður með þær," sagði Jón að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti