Stjórnarandstaðan gagnrýnir agaleysi í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 15:10 Oddný Harðardóttir. Stjórnarandstaðan segir skyndiákvarðanir einstakra ráðherra um lögnu fyrirsjáanleg fjárútlát einkenna störf ríkisstjórnarinnar. vísir/stefán Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir. Alþingi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir.
Alþingi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira