Innlent

Fullt út úr dyrum við útför Halldórs Ásgrímssonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá útförinni í Hallgrímskirkju fyrir stundu.
Frá útförinni í Hallgrímskirkju fyrir stundu. Vísir/GVA
Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, hófst í Hallgrímskirkju klukkan 13. Útförin fer fram á vegum ríkisins og eru bekkirnir í kirkjunni þétt setnir.

Halldór lést mánudaginn 18. maí 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall föstudaginn á undan. Hann var þá staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra frá 1995-2004 og forsætisráðherra 2004-2006.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×