Innlent

Umræður um virkjanakosti teknar af dagskrá

Bjarki Ármannsson skrifar
Einar segir kálið ekki sopið, og treystir sér ekki einu sinni í að segja að það sé í ausuna komið.
Einar segir kálið ekki sopið, og treystir sér ekki einu sinni í að segja að það sé í ausuna komið. Vísir/Stefán
Forseti Alþingis var í rétt í þessu að fresta umræðum um virkjanakosti, líkt og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir að verði gert undanfarna daga.

Málið var til umræðu í dag, áttunda daginn í röð, án þess að nokkuð þokaðist í átt að niðurstöðu. Stjórnarandstaðan hefur heimtað að málið yrði tekið af dagskrá til að rýma fyrir mikilvægari málum.

Stjórnarþingmenn hafa á móti gagnrýnt stjórnarandstöðuna fyrir málþóf, en mestur tími hefur farið í að ræða fundarstjórn forseta frekar en breytingartillögur atvinnuveganefndar á virkjanakostum.

„Forseti minnir á, eins og hann nefndi hér í upphafi, að ekki er sopið kálið. Hann treystir sér varla til að segja þó í ausuna sé komið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er hann tilkynnti um ákvörðun sína. „Það er auðvitað heilmikið verkefni framundan.“

Einar sagði jafnframt að þetta væri vísbending um að þingið sé að reyna að ná saman til að létta sér róðurinn sem sé framundan. Umræður á Alþingi snúa nú að frumvarpi iðnaðarráðherra um raforkulög.

Það er fagnaðarefni að þingforseti skuli í kvöld hafa tekið ákvörðun um að fresta umræðu um Rammaáætlun. Nú gefst loks...

Posted by Árni Páll on 26. maí 2015

Tengdar fréttir

Virkjanamálin enn í óvissu

Meirihluti atvinnuveganefndar vill gefa Landsvirkjun svör sem duga fyrirtækinu til að ljúka samingum um stóriðju á Grundartanga og í Helguvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×