Innlent

Þingmenn fagna uppbyggingu á Bakka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristján L. Möller sagði nýtt uppbyggingarskeið hafið á Norðausturlandi.
Kristján L. Möller sagði nýtt uppbyggingarskeið hafið á Norðausturlandi. vísir/vilhelm
Störf þingsins voru rædd á Alþingi í morgunsárið og kom hver þingmaðurinn á fætur öðrum í ræðustól og fagnaði uppbyggingu á Bakka í Húsavík. Í gær var tilkynnt að fyrirvörum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt sem þýðir að áttatíu miljarða framkvæmdir fara núna á fullt.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði uppbygginguna til mikilla bóta fyrir svæði sem verið hefur í vörn.

„Íbúasamsetning hefur verið frekar neikvæð, bæði á Húsavík og í Suður-Þingeyjarsýslu, þannig að í byggðalegu tilliti er þetta mjög gott. Þetta skapar auðvitað fjölbreyttari atvinnutækifæri, það verða til afleidd störf. [...] Þá er talað um að þetta verði um 400 störf við uppbygginguna og 120 framtíðarstörf, fyrir utan afleidd störf.“

Undir þessi orð tóku Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sagði Kristján að „loksins, loksins“ væru framkvæmdir á Bakka hafnar og sagðist fagna þessu alveg sérstaklega.

„Nýtt uppbyggingarskeið er að hefjast á norðausturhorni landsins.“


Tengdar fréttir

„Þjóðin er arðrænd“

Valgerður Bjarnadóttir segir að uppræta þurfi óréttlætið í þjóðfélaginu og skera kökuna upp á nýtt. Þá muni norræna vinnumódelið koma af sjálfu sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×