Innlent

„Þjóðin er arðrænd“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á þingi í dag út af orðum Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, sem hann lét falla í seinustu viku. Þá sagði ráðherra að íslenska vinnumarkaðsmódelið væri gallað og að hér þyrfti að koma á kerfi í ætt við norræna módelið.

Í þessu samhengi sagði Valgerður að fjármálaráðherra þyrfti að skilja að djúpstæður ágreiningur væri í þjóðfélaginu þannig að norræna módelinu yrði ekki komið á sisvona. Nefndi þingmaðurinn meðal annars að arðurinn af fiskveiðum rynni að langmestu leyti til útgerðarinnar.

„Eigandi auðlindarinnar, þjóðin, er arðrænd, til að nefna hlutina réttum nöfnum. Arðurinn af raforkunni rennur til stóriðjunnar í líki útsöluverðs til hennar. Ferðaþjónustan nýtur enn afsláttarkjara á virðisaukaskatti og gerir út á náttúru Íslands án þess að borga nokkuð fyrir það. Þeir sem hæst hafa launin, hækka þau við sig, ríkisstjórnin lækkar veiðigjöld, afnemur auðlegðarskatt og hækkar mattarskatt. [...]“

Valgerður sagði þetta óréttlæti. Þegar það hefði verið upprætt væri kominn tími til að ræða norræna módelið. Atvinnulífið þyrfti að taka þátt í samfélagskostnaðinum og þá sérstaklega þeir sem skila afgangi.  

„Upprætum óréttlætið, skerum kökuna upp á nýtt og þá kemur norræna vinnumódelið af sjálfu sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×