„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2015 15:44 Benedikt Jóhannesson er einn af þeim sem stendur að stofnun nýja flokksins. Vísir/GVA „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér. Alþingi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér.
Alþingi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira