Innlent

15 prósent telja Alþingi standa vörð um almenning

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum, með meira en milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira, voru líklegri en þei sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings.
Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum, með meira en milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira, voru líklegri en þei sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Vísir/GVA
MMR kannaði nýlega afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Þar kom fram að 65,4 prósent sögðust frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. 34,6 prósent sögðust frekar eða mjög sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.

Einungis 14,7 prósent svarenda sögðust frekar eða mjög sammála því að Alþingi stæði vörð um hagsmuni almennings.

Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum, með meira en milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira, voru líklegri en þei sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Þá voru þeir sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum, 18 til 19 ára, líklegri til að vera sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.

Könnun MMR var framkvæmd dagana 15. til 20. maí 2015 og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×