Innlent

Guðlast ekki lengur ólöglegt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata. vísir/vilhelm
Guðlast er ekki lengur ólöglegt. Frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum var samþykkt á Alþingi fyrir skemmstu. Þingflokkur Pírata flutti frumvarpið en Helgi Hrafn Gunnarsson var fyrsti flutningsmaður þess.

43 þingmenn samþykktu frumvarpið, þrír sátu hjá en einn þingmaður, Vilhjálmur Bjarnason, greiddi atkvæði gegn því. Er blaðamaður hafði samband við Vilhjálm til að forvitnast um hví hann greiddi atkvæði gegn frumvarpinu vísaði hann til orða sinna er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við aðra umræðu um málið.

„Mér finnst þetta frumvarp harla ómerkilegt og varla ástæða til að flytja það. Það er partur af afsiðun þjóðarinnar. Flest er nú heimilt. Hvers kyns ummæli í kerfum netmiðla. Það þykir sjálfsagt mál að  senda skeyti næst þegar viðkomandi muni mæta þingmanni á götu þá muni hann hrækja á hann,“ sagði Vilhjálmur áður en honum var litið á atkvæðatöfluna. Hann endaði ræðu sína á orðunum „verði ykkur að góðu.“

Fleiri mál hafa verið afgreidd sem lög í dag. Þar má nefna frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem gerir heimilisofbeldi refsivert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×