Viðskipti erlent

Gefa grænt ljós á framleiðslu iRobot sláttuvéla

Atli Ísleifsson skrifar
Verður þessi iðja kannski brátt liðin tíð?
Verður þessi iðja kannski brátt liðin tíð? Vísir/Getty
Bandarísk yfirvöld hafa nú gefið fyrirtækinu iRobot grænt ljós á framleiðslu sláttuvélavélmenna.

iRobot, sem þekkt er fyrir framleiðslu á ryksuguvélmenninu Roomba, hefur þróað sláttuvél sem þráðlaust tengist sérstökum staurum sem takmarka og stýra þannig ferðum vélarinnar um grasblettinn.

Í frétt Reuters segir að sláttuvélavélmenni hafi rutt sér inn á evrópskan markað á undanförnum árum, en þau séu þó öll háð sérstökum víranetum neðanjarðar eða öðrum flóknum búnaði.

Framleiðslan er háð samþykki bandarískra yfirvalda til að tryggt sé að boðskipti vélmennisins og stauranna trufli ekki önnur tæki á sömu tíðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×