Viðskipti erlent

Áframhaldandi hrun á kínverskum mörkuðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Shanghai Composite vísitalan lækkaði um 8,4 prósent í morgun.
Shanghai Composite vísitalan lækkaði um 8,4 prósent í morgun. Vísir/AFP
Kínverskir hlutabréfamarkaðir halda áfram að vera í nær frjálsu falli. Ein helsta hlutabréfavísitala landsins, Shanghai Composite vísitalan, lækkaði um 8,4 prósent í morgun.

Umfangsmiklar aðgerðir stjórnvalda virðast ekki ætla að skila tilsettum árangri en um helgina var tilkynnt að stærsti lífeyrissjóður landsins mætti nú fjárfesta á kínverskum mörkuðum.

Sjóðnum er samkvæmt nýjum reglum heimilt að fjárfesta allt að 30 prósenta eigna sinna í kínverskum bréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×