Innlent

Vigdís boðar áframhaldandi aðhaldskröfu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vigdís segir að það megi aldrei slaka á aðhaldskröfunni í ríkisfjármálum.
Vigdís segir að það megi aldrei slaka á aðhaldskröfunni í ríkisfjármálum. Vísir/Daníel
Ekki verður slakað á aðhaldskröfu hjá ríkisstofnunum þrátt fyrir að aukið svigrúm í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði í viðtali í Morgunblaðinu í morgun að afgangur yrði á fjárlögum næsta árs og að aukin kraftur yrði settur í niðurgreiðslu skulda ríkisins, sem eru gríðarháar.

Bjarni sagði við Morgunblaðið að ágætis afgangur yrði á fjárlögum næsta árs. Vísir/Pjetur
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að skuldaniðurgreiðsla ríkisins hefjist ekki núna, hún hafi staðið undanfarin ár. Hún fagnar orðum Bjarna um að sú stefna haldi áfram. En er þá komið svigrúm til að slaka á aðhaldskröfunni?

„Það má aldrei slaka á aðhaldskröfunni í ríkisfjármálunum og aðhaldið verður alltaf að vera til staðar. Enda sýnir árangur ríkisstjórnarinnar það að umsnúningurinn er orðinn sem allir voru að bíða eftir. Þannig að aðhald í ríkisrekstri er einn af lyklunum í þá veru að það gangi vel,“ segir hún.

Vigdís segist spennt að sjá hvernig fjárlaga frumvarpið mun líta út en hún sér það þegar það kemur inn í þingið. Hún segir stefnu fjárlaganefndar undir sinni stjórn snúa að áframhaldandi aðhaldskröfu á fjárfrekar stofnanir og eftirlit.

„Áframhaldandi velgengni íslenska ríkisins, það eru raunverulega mínar áherslur, og aðhaldskröfur á þær stofnanir sem eru fjárfrekar og líka eftirlitshlutverk fjárlaganefndar varðandi þær stofnanir sem fara framúr. Þetta er stefna fjárlaganefndar undir minni stjórn,“ segir formaður fjárlagnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×