Meðalverð notaðra bíla aldrei hærra í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:00 Gríðarleg sala á nýjum pallbílum hækkar meðalverð notaðra bíla. Aldrei fyrr hefur meðalverð notaðra bíla verið hærra en á öðrum ársfjórðungi þessa árs í Bandaríkjunum. Meðalverðið var 18.800 dollarar, eða 2,4 milljónir króna. Það er Edmunds sem tekur saman þessar upplýsingar og birtir ársfjórðungslega. Hækkunin á milli ára er 7,6%, en einnig varð 5,7% hækkun fyrir ári. Það sem keyrt hefur upp meðalverðið er góð sala bíla því þeir eldri fara í sölu og einnig hækkandi verð á nýjum bílum og þeir eldri fylgja með. Mikið af þessum eldri bílum eru pallbílar og verð þeirra er talsvert hærra en á fólksbílum. Meðalverð nýrra bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum á öðrum ársafjórðungi þessa árs var 33.340 dollarar, eða 4,3 milljónir króna og er það meðalverð líka talsvert hærra en í fyrra og aftur á sala pallbíla þar mikinn þátt. Ekki er hækkun á verði notaðra bíla jafnt yfir allar bílgerðir. Bílar yngri en tveggja ára hafa reyndar lækkað í verði á milli ára en bílar 8 ára og eldri hafa hækkað um 11%. Notaðir lúxusbílar hafa almennt lækkað í verði milli ára, líkt og nýlegir bílar. Því eru líklega bestu kauptækifærin í þeim. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Aldrei fyrr hefur meðalverð notaðra bíla verið hærra en á öðrum ársfjórðungi þessa árs í Bandaríkjunum. Meðalverðið var 18.800 dollarar, eða 2,4 milljónir króna. Það er Edmunds sem tekur saman þessar upplýsingar og birtir ársfjórðungslega. Hækkunin á milli ára er 7,6%, en einnig varð 5,7% hækkun fyrir ári. Það sem keyrt hefur upp meðalverðið er góð sala bíla því þeir eldri fara í sölu og einnig hækkandi verð á nýjum bílum og þeir eldri fylgja með. Mikið af þessum eldri bílum eru pallbílar og verð þeirra er talsvert hærra en á fólksbílum. Meðalverð nýrra bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum á öðrum ársafjórðungi þessa árs var 33.340 dollarar, eða 4,3 milljónir króna og er það meðalverð líka talsvert hærra en í fyrra og aftur á sala pallbíla þar mikinn þátt. Ekki er hækkun á verði notaðra bíla jafnt yfir allar bílgerðir. Bílar yngri en tveggja ára hafa reyndar lækkað í verði á milli ára en bílar 8 ára og eldri hafa hækkað um 11%. Notaðir lúxusbílar hafa almennt lækkað í verði milli ára, líkt og nýlegir bílar. Því eru líklega bestu kauptækifærin í þeim.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent