Viðskipti erlent

Michael Jordan þénar nú meira á hverju ári en hann gerði allan NBA-feril sinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt sem Jordan snertir verður að gulli
Allt sem Jordan snertir verður að gulli
Ótrúlegur íþróttaferill Michael Jordan og árangur hans í viðskiptalífinu eftir að ferlinum lauk hafa gert það að verkum að Jordan er á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins.Hann þénar nú hærri upphæðir á hverju ári en hann gerði allan NBA-feril sinn.

Rúmlega áratug eftir að Jordan lagði körfuboltaskóna á hillunna er hann enn einn af launahæstu íþróttamönnum heimsins í dag. Fær hann um 100 milljónir dollara á ári vegna samninga sinna við Nike vegna Jordan-vörumerkisins sem framleiðir m.a. hina vel þekktu Air Jordan körfuboltaskó.

Enginn íþróttamaður í heiminum í dag fær jafnháar upphæðir fyrir auglýsinga- eða styrktarsamninga og meðal íþróttamanna eru aðeins hnefaleikakapparnir Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquaio launahærri.

Á öllum NBA-ferli sínum þénaði Jordan um 90 milljónir dollara í laun sem þýðir einfaldlega að í dag þénar Jordan hærri upphæðir á hverju ári en hann gerði allan NBA-feril sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×