Handbolti

Grótta hefur titilvörnina á sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grótta gat leyft sér að fagna í dag.
Grótta gat leyft sér að fagna í dag. vísir/valli
Íslandsmeistarar Gróttu byrja titilvörnina á sigri í Olís-deild kvenna, en Grótta vann fimm marka sigur á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna.

Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en þær unnu að lokum fimm marka sigur, 2-116. Unnur Ómarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir gerðu fimm mörk hvor, en Brynhildur Bergmann gerði sex fyrir ÍR.

ÍBV vann Fram í stórleik umferðarinnar, 24-21, en leikið var í Safamýri. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með sjö mörk, en Drífa Þorvaldsdóttir gerði fimm fyrir gestina sem byrja vel undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur.

FH og KA/Þór skildu jöfn, 15-15, í Kaplakrika í dag. Staðan í hálfleik var 9-7 FH í vil. Ingibjörg Pálmadóttir, Elín Anna Baldursdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir gerðu allar þrjú mörk hver fyrir FH, en Arna Kristín Einarsdóttir var markahæst hjá gestunum með fjögur mörk.

Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og lögðu HK að velli, 20-18, eftir að stðan hafi verið 12-8, HK í vil í hálfleik. Díana Kristín Sigmarsdóttir gerði níu mörk fyrir Fylki, en þær Emma Sardardóttir og Sóley Ívarsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir HK.

Afturelding steinlá fyrir Val í dag, en lokatölur urðu 26 marka sigur Vals; 40-14. Staðan í hálfleik var 23-10 fyrir Val. Telma Rut Frímannsdóttir var markahæst hjá heimamönnum með fjögur, en Kristín Guðmundsdóttir gerði fjórtán mörk fyrir Val.

Selfoss vann Hauka 26-24 í síðasta leik dagsins, en Haukastúkur leiddu 14-10 í hálfleik. Ramune Pekarskyte er mætt aftur heim og gerði hún sex mörk fyrir Hauka sem og Jóna Sveinbjörg Halldórsdóttir. Carmen Palamariu gerði níu fyrir gestina og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×