Viðskipti erlent

Bensínstöðvar Statoil breyta um nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Kanadíska félagið Couche-Tard keypti smásölueiningarnar af norska olíufélaginu Statoil árið 2012.
Kanadíska félagið Couche-Tard keypti smásölueiningarnar af norska olíufélaginu Statoil árið 2012. Vísir/Getty
Bensínstöðvar Statoil á Norðurlöndum munu skipta um nafn á næsta ári og heita Circle-K. Kanadískur eigandi bensínstöðvanna greindi frá þessu í morgun.

Kanadíska félagið Couche-Tard keypti smásölueiningarnar af norska olíufélaginu Statoil árið 2012 og samkvæmt samkomulagi var Couche-Tard einungis heimilt að notast við merki Statoil á bensínstöðvunum til ársins 2021.

Couche-Tard hefur notast við vörumerkið Circle-K í fjölda landa á síðustu árum, en hefur nú ákveðið að taka upp merki Circle-K á Statoil-stöðvunum á Norðurlöndum og víða annars staðar í Norður-Evrópu þegar í maí á næsta ári.

24 ár eru nú liðin frá því að gömlu Norol-stöðvarnar urðu starfræktar undir merki Statoil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×