Viðskipti erlent

Lægri hagvöxtur í Kína gæti valdið annarri kreppu

Sæunn Gísladótir skrifar
Xi Jinping, forseti Kína, segir að nýju fimm ára áætlunina munu vera gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslíf Kína.
Xi Jinping, forseti Kína, segir að nýju fimm ára áætlunina munu vera gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslíf Kína. vísir/AP
Kínverjar munu kynna þrettándu fimm ára áætlun sína í næstu viku. Talið er að hún muni setja tóninn fyrir efnahagslífið um allan heim næstu ár.

Sérfræðingar óttast að nýja áætlunin lofi lægri hagvexti en áður, sökum hruns hlutabréfamarkaðar í sumar og rólegra efnahagslífs í Kína. Undanfarin ár hefur Kína lofað 7 prósenta hagvexti á hverju ári. Sérfræðingar hjá Credit Suisse telja að Kínverjar hafi mögulega ýkt hagvaxtartölur undanfarin misseri og því verði hagvaxtarspáin lægri. Þar sem hagvöxtur í Kína nemur 32 prósentum af öllum hagvexti heimsins, samkvæmt Credit Suisse, gæti þetta haft hrunáhrif á hlutabréfamarkaði heimsins og jafnvel komið af stað kreppu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×