Handbolti

Stjörnukonur áfram í stuði á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Vísir/Stefán
Stjarnan vann fjórtán marka sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 36-22, en Stjörnukonur hafa unnið alla heimaleiki sína í vetur með sannfærandi hætti.

Hin síunga Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk og stórskyttan Helena Rut Örvarsdóttir bætti við sjö mörkum. Fimm leikmenn Stjörnuliðsins skoruðu fjögur mörk eða meira í leiknum.

Sigurinn var mjög öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Stjarnan var tíu mörkum yfir í hálfleik, 19-9.

Þetta var fjórði heimaleikur Stjörnuliðsins í deildinni og liðið hefur unnið þá alla með átta mörkum eða meira. Stjarnan vann 8 marka sigur á Fylki (30-22), 9 marka sigur á Val (23-14), 14 marka sigur á HK (31-17) og nú 14 marka sigur á Fjölni.

Stjarnan er samt ekki ofar í deildinni af því að liðið hefur enn ekki fengið stig á útivelli þar sem allir þrír leikir liðsins utan Garðabæjar í vetur hafa tapast.



Stjarnan - Fjölnir 36-22 (19-9)

Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Sólveig Lára Kjærnested 4, Stefanía Theodórsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Konný Ottesen 2

Andrea Valdimarsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Arna Dýrfjörð 1, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1, Sandra Rakocivic 1

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 7, Berglind Benediktsdóttir 5, Andrea Björk Harðardóttir 3, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Karen Þorsteinsdóttir 1, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×