Viðskipti erlent

Kristnir brjálaðir út í Starbucks

Sæunn Gísladóttir skrifar
Starbucks bollarnir voru mikið skreyttir áður fyrr eins og sjá má á myndinni en nú eru þeir einungis rauðir.
Starbucks bollarnir voru mikið skreyttir áður fyrr eins og sjá má á myndinni en nú eru þeir einungis rauðir. Vísir/Starbucks
Jólabollar Starbucks hafa vakið mikla athygli Vestan hafs. Starbucks hefur stundað það undanfarin árin að nota rauða bolla skreyttum jólaskrauti undir kaffið sitt frá lok október til að fagna jólunum. Í ár hefur fyrirtækið hins vegar breytt um snið og notar núna einungis rauða bolla án skreytinga.

Varaforstjóri Starbucks, Jeffrey Fields, sagði að fyrirtækið vildi breyta til, til þess að heiðra aðra trúarhópa en kristni.

Margir kristnir Bandaríkjamenn hafa í kjölfarið farið á samfélagsmiðla til þess að lýsa reiði sinni yfir þessu. Einn þeirra sagði að Starbucks hefði fjarlægt jólin af bollunum vegna þess að fyrirtækið hati Jesú. 

Sumir hafa hins vegar fagnað ákvörðun Starbucks um að leyfa mismunandi sögur sem tengjast hátíðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×