Viðskipti erlent

Spectre átti aðra stærstu Bond opnunarhelgina

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um er að ræða fjórðu mynd Daniel Craig sem James Bond.
Um er að ræða fjórðu mynd Daniel Craig sem James Bond.
Spectre, 24. myndin í Bond seríunni, þénaði 73 milljónir dollara, 9,5 milljarða íslenskra króna, á opnunarhelginni sinni í Bandaríkjunum. Þetta er önnur stærsta opnunin hjá Bond mynd. En sú tekjuhæsta var Skyfall sem þénaði 88,3 milljónir dollara, 11,5 milljarða íslenskra króna, árið 2012.

Spectre sló einnig opnunarmet í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur þénað samtals 300 milljónum dollara, 39 milljarða íslenskra króna, um heiminn á tæpum tveimur vikum.

Spectre er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið og kostaði milli um 250 milljónir dollara, 32,4 milljarða íslenskra króna, að taka hana upp. Talið er að hún þurfi að þéna allt að 600 milljónum dollara, 77,8 milljarða íslenskra króna, til að skila hagnaði.


Tengdar fréttir

Þvílík Bondbrigði

Þrátt fyrir flott og skemmtileg hasaratriði nær Spectre ekki flugi.

Spectre verður lengsta Bond-myndin

Nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, verður lengsta Bond-myndin í sögunni eða um tveir og hálfur klukkutími.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×