Audi R8 er villidýr sem gaman er að temja Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 13:17 Audi R8 bílarnir tilbúnir fyrir átökin. Rúnar Hreinsson Ekki langt frá höfuðstöðvum Audi í Ingolstadt í Þýskalandi strafrækir Audi glæsilega akstursbraut þar sem reyna má þeirra öflugasta sportbíl, Audi R8, við bestu aðstæður. Greinarritara bauðst það einmitt um daginn og spenningurinn fyrir akstri þessa ofurbíls á kappakstursbraut hefur líklega aldrei verið meiri. Audi R8 er enginn venjulegur bíll, hann er vopnaður 610 hestafla og 10 strokka vél sem hvílir aftan í bílnum undir gleri svo virða megi nú fyrir sér dýrðina sem drífur þennan bíl áfram. Auk þess er hann fjórhjóladrifinn svo öll hestöflin skili sér nú í undirlagið. Audi R8 hefur frá því hann sá fyrst dagsljósið verið mærður mjög af þeim sem mikið vit hafa á bílum og sagt að þar fari svo mikið draumatæki að líklega sé vandfundinn jafningi hans. Það var ég tilbúinn að sannreyna og ekki stóð til að hlífa bílnum neitt sérstaklega við aksturinn.Blaut brautin bara bónusMeð í för voru nokkrir hérlendir og jafn spenntir ökumenn. Var okkur raðað í bílana tveimur í hvern bíl og sumir svo heppnir að vera einir í bíl. Áður en út á braut var farið var messað yfir okkur um hvað mátti og hvað ekki, ýmislegt um bílinn og getu hans og nauðsynleg öryggisatriði. Þennan dag var meira og minna úrhellisrigning og brautin því rennandi blaut, en ekki var það til að gera aksturinn á nokkurn hátt minna skemmtilegan, en miklu meira krefjandi. Það þótti mörgum einungis auka bónus. Farið var út á braut í fjögurra bíla hópum með undanfara á samskonar bíl. Hóparnir voru tveir og skemmtilegt frá því að segja að þessir tveir undanfarar voru feðgin og dóttirin reyndur kappakstursökumaður sem náð hefur góðum árangri í keppnum. Ekki slæmt að hafa slíkan undanfara og útlit hennar skemmdi alls ekkert fyrir heldur!Fjórir bilaðir hringir og einn kælihringurMörgum sinnum var farið út á braut og eknir 4 hringir í senn þar sem hraðinn jókst sífellt og ávallt var svo farinn fimmti hringurinn til að kæla bæði bremsur og vél eftir mikil átökin. Þátttakendur náðu hratt tökunum á akstri þessa gríðaröfluga bíls og blaut brautin lærðist furðu fljótt. Hrikalega gaman var að finna hve mikið bíllinn þoldi í hverri beygju áður en gripið gaf eftir og sífellt var reynt meira og meira á þyngdarlögmálið. Í þessum átökum öllum kom það fyrir nokkra ökumenn að missa bílinn út úr brautinni, en þar sem brautin var einkar fyrirgefanleg og vegrið langt frá malbikinu gerði þetta ekkert til, en bílarnir fengu aðeins að kynnast bæði grasi og möl á þeirri vegferð. Úr þessu varð náttúrulega hin brjálaðasta skemmtun og vel var skotið á þá sem misstu bíla sína útaf braut, en það sýndi bara að þeir voru að kreista það mesta út úr bílunum og var þar af ýmsu að taka.Ótrúlegt aflÞegar bílnum er gefið í botn, hvort sem það er frá kyrrstöðu eða á þónokkurri ferð þrýstist ökumaður aftur í sætið og gæsahúðin sprettur fram eins og gorkúlur að sumri. Afl þessa bíls er svo yfrið að svo til enginn í hópnum hafði kynnst öðru eins, enda ekki á hverjum degi sem menn aka ofurbílum sem eru 3,2 sekúndur í hundraðið og með 330 km hámarkshraða. Það verður eiginlega ekki annað sagt en að upplifunin við að finna allt aflið sé engu lík og gæti bæði grætt hvaða ökufól sem er úr einskærri gleði og í leiðinni hrætt úr honum líftóruna. Það ætti hreinlega enginn að fara í gröfinu án þess að upplifa þessa tilfinningu. Það voru ánægðir, sveittir, örlítið hræddir, en aðallega hamingjusamir ökumenn sem stigu úr bílum sínum eftir mikinn akstur á brautinni góðu, en ekið var með hléum frá kl. 10 til 16 þennan frábæra dag sem enginn þátttakenda mun gleyma í bráð. Slagurinn við rennblauta brautina rétt að hefjast.Rúnar Hreinsson Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent
Ekki langt frá höfuðstöðvum Audi í Ingolstadt í Þýskalandi strafrækir Audi glæsilega akstursbraut þar sem reyna má þeirra öflugasta sportbíl, Audi R8, við bestu aðstæður. Greinarritara bauðst það einmitt um daginn og spenningurinn fyrir akstri þessa ofurbíls á kappakstursbraut hefur líklega aldrei verið meiri. Audi R8 er enginn venjulegur bíll, hann er vopnaður 610 hestafla og 10 strokka vél sem hvílir aftan í bílnum undir gleri svo virða megi nú fyrir sér dýrðina sem drífur þennan bíl áfram. Auk þess er hann fjórhjóladrifinn svo öll hestöflin skili sér nú í undirlagið. Audi R8 hefur frá því hann sá fyrst dagsljósið verið mærður mjög af þeim sem mikið vit hafa á bílum og sagt að þar fari svo mikið draumatæki að líklega sé vandfundinn jafningi hans. Það var ég tilbúinn að sannreyna og ekki stóð til að hlífa bílnum neitt sérstaklega við aksturinn.Blaut brautin bara bónusMeð í för voru nokkrir hérlendir og jafn spenntir ökumenn. Var okkur raðað í bílana tveimur í hvern bíl og sumir svo heppnir að vera einir í bíl. Áður en út á braut var farið var messað yfir okkur um hvað mátti og hvað ekki, ýmislegt um bílinn og getu hans og nauðsynleg öryggisatriði. Þennan dag var meira og minna úrhellisrigning og brautin því rennandi blaut, en ekki var það til að gera aksturinn á nokkurn hátt minna skemmtilegan, en miklu meira krefjandi. Það þótti mörgum einungis auka bónus. Farið var út á braut í fjögurra bíla hópum með undanfara á samskonar bíl. Hóparnir voru tveir og skemmtilegt frá því að segja að þessir tveir undanfarar voru feðgin og dóttirin reyndur kappakstursökumaður sem náð hefur góðum árangri í keppnum. Ekki slæmt að hafa slíkan undanfara og útlit hennar skemmdi alls ekkert fyrir heldur!Fjórir bilaðir hringir og einn kælihringurMörgum sinnum var farið út á braut og eknir 4 hringir í senn þar sem hraðinn jókst sífellt og ávallt var svo farinn fimmti hringurinn til að kæla bæði bremsur og vél eftir mikil átökin. Þátttakendur náðu hratt tökunum á akstri þessa gríðaröfluga bíls og blaut brautin lærðist furðu fljótt. Hrikalega gaman var að finna hve mikið bíllinn þoldi í hverri beygju áður en gripið gaf eftir og sífellt var reynt meira og meira á þyngdarlögmálið. Í þessum átökum öllum kom það fyrir nokkra ökumenn að missa bílinn út úr brautinni, en þar sem brautin var einkar fyrirgefanleg og vegrið langt frá malbikinu gerði þetta ekkert til, en bílarnir fengu aðeins að kynnast bæði grasi og möl á þeirri vegferð. Úr þessu varð náttúrulega hin brjálaðasta skemmtun og vel var skotið á þá sem misstu bíla sína útaf braut, en það sýndi bara að þeir voru að kreista það mesta út úr bílunum og var þar af ýmsu að taka.Ótrúlegt aflÞegar bílnum er gefið í botn, hvort sem það er frá kyrrstöðu eða á þónokkurri ferð þrýstist ökumaður aftur í sætið og gæsahúðin sprettur fram eins og gorkúlur að sumri. Afl þessa bíls er svo yfrið að svo til enginn í hópnum hafði kynnst öðru eins, enda ekki á hverjum degi sem menn aka ofurbílum sem eru 3,2 sekúndur í hundraðið og með 330 km hámarkshraða. Það verður eiginlega ekki annað sagt en að upplifunin við að finna allt aflið sé engu lík og gæti bæði grætt hvaða ökufól sem er úr einskærri gleði og í leiðinni hrætt úr honum líftóruna. Það ætti hreinlega enginn að fara í gröfinu án þess að upplifa þessa tilfinningu. Það voru ánægðir, sveittir, örlítið hræddir, en aðallega hamingjusamir ökumenn sem stigu úr bílum sínum eftir mikinn akstur á brautinni góðu, en ekið var með hléum frá kl. 10 til 16 þennan frábæra dag sem enginn þátttakenda mun gleyma í bráð. Slagurinn við rennblauta brautina rétt að hefjast.Rúnar Hreinsson
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent