Viðskipti erlent

Stofnandi North Face og Esprit lést í kajakslysi

Atli Ísleifsson skrifar
Tompkins auðgaðist eftir að hafa stofnað fatamerkin North Face og Esprit.
Tompkins auðgaðist eftir að hafa stofnað fatamerkin North Face og Esprit. Vísir/AFP
Bandaríski milljarðamæringurinn Douglas Tompkins er látinn eftir kajakslys í suðurhluta Chile, 72 ára að aldri. Tompkins auðgaðist eftir að hafa stofnað fatamerkin North Face og Esprit.

Tompkins lést vegna ofkælingar eftir að kajak með honum og fimm öðrum hvolfdi í miklum öldugangi í Carrera-vatni.

Í frétt BBC kemur fram að Tompkins hafi verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús í bænum Coyhaique en úrskurðaður látinn á leiðinni.

Tompkins hafði keypt stór landsvæði í Argentínu og Chile í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppbyggingu og viðhalda náttúrunni ósnortinni. Tompkins stofnaði þar Pumalin-garðinn, 2.900 ferkílómetra landsvæði með skógum, vötnum, og fjörðum sem nær frá Andesfjöllum og til Kyrrahafsstrandar Chile.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×