Afdrifarík stýrivaxtaákvörðun hjá seðlabanka Bandaríkjanna í dag Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:11 Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnir um ákvörðun sína í dag. Vísir/EPA Talið er nokkuð öruggt að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hækka stýrivexti í dag. Þetta mun vera fyrsta stýrivaxtahækkunin í níu ár. Fjárfestar hafa spáð í það allt árið 2015 hvort komið sé að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, en þeir hafa haldist óbreyttir milli 0 og 0,25 prósent frá því í desember árið 2008. Vextir hafa hins vegar ekki verið hækkaðir síðan í júní 2006. Vegna bættra efnahagsskilyrða í Bandaríkjunum er talið líklegt að Yellen muni hækka þá í dag upp í 0,25 til 0,5 prósent. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, telur að allar líkur séu á að vextir hækki núna. „Það er búið að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir þessum atburðum. Ég held að flestir meti það svo að bandarískt efnahagslíf standi nægilega vel til að þola hækkun vaxta. Enda hafa vextir ekki verið svona lágir svona lengi áður,“ segir Tjörvi. Tjörvi telur að áhrifin geti orðið umtalsverð, sérstaklega ef vextir hækka í Bandaríkjunum en haldast óbreyttir í Evrópu. „Það getur haft áhrif, sérstaklega á þessi lönd í kringum nýmarkaðsríki sem hafa verið að taka verulega mikið af lánum í Bandaríkjadal.“Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Fréttablaðið/GVAGengi dollara hefur verið að styrkjast gagnvart vel flestum gjaldmiðlum í heiminum undanfarin misseri. Tjörvi telur að gengið komi til með að halda áfram að styrkjast með stýrivaxtahækkun. „Eftir því sem vextir í Bandaríkjunum fara hækkandi og meðan þeir haldast óbreyttir á evrusvæðinu þá er líklegra að gengi dollarsins muni þá frekar styrkjast gagnvart evru en hitt, þó erfitt sé að spá um gengi gjaldmiðla. Þessi þróun er að mörgu leyti ágæt fyrir sum þessara ríkja af því að útflutningur þeirra til Bandaríkjanna mun líklega aukast.“ Greiðslubyrði nýmarkaðsríkja, sem hafa frá árinu 2008 tekið lán og gefið út skuldabréf í Bandaríkjadölum fyrir 3.300 milljarða Bandaríkjadali, kemur hins vegar til með að hækka. „Menn hafa áhyggjur af því að nú séu fyrirtæki víða um heim búin að ganga aðeins of hratt um gleðinnar dyr á undanförnum árum í því að skuldsetja sig. Það gæti reynst sumum þeirra þungt og jafnvel ofviða að standa skil á greiðslum,“ segir Tjörvi. „Menn hafa líka sérstaklega áhyggjur af því að mörg þessara fyrirtækja eru í orkugeiranum, þar sem vöruverðið hefur verið að lækka gríðarlega, þannig að þau eru að fá það áfall á sig í leiðinni. Það er kannski stærsta spurningarmerkið hvernig þau muni standa af sér þetta umrót sem verður núna bæði á vöxtum og gengi gjaldmiðla og öðru.“ Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er nokkuð öruggt að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hækka stýrivexti í dag. Þetta mun vera fyrsta stýrivaxtahækkunin í níu ár. Fjárfestar hafa spáð í það allt árið 2015 hvort komið sé að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, en þeir hafa haldist óbreyttir milli 0 og 0,25 prósent frá því í desember árið 2008. Vextir hafa hins vegar ekki verið hækkaðir síðan í júní 2006. Vegna bættra efnahagsskilyrða í Bandaríkjunum er talið líklegt að Yellen muni hækka þá í dag upp í 0,25 til 0,5 prósent. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, telur að allar líkur séu á að vextir hækki núna. „Það er búið að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir þessum atburðum. Ég held að flestir meti það svo að bandarískt efnahagslíf standi nægilega vel til að þola hækkun vaxta. Enda hafa vextir ekki verið svona lágir svona lengi áður,“ segir Tjörvi. Tjörvi telur að áhrifin geti orðið umtalsverð, sérstaklega ef vextir hækka í Bandaríkjunum en haldast óbreyttir í Evrópu. „Það getur haft áhrif, sérstaklega á þessi lönd í kringum nýmarkaðsríki sem hafa verið að taka verulega mikið af lánum í Bandaríkjadal.“Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Fréttablaðið/GVAGengi dollara hefur verið að styrkjast gagnvart vel flestum gjaldmiðlum í heiminum undanfarin misseri. Tjörvi telur að gengið komi til með að halda áfram að styrkjast með stýrivaxtahækkun. „Eftir því sem vextir í Bandaríkjunum fara hækkandi og meðan þeir haldast óbreyttir á evrusvæðinu þá er líklegra að gengi dollarsins muni þá frekar styrkjast gagnvart evru en hitt, þó erfitt sé að spá um gengi gjaldmiðla. Þessi þróun er að mörgu leyti ágæt fyrir sum þessara ríkja af því að útflutningur þeirra til Bandaríkjanna mun líklega aukast.“ Greiðslubyrði nýmarkaðsríkja, sem hafa frá árinu 2008 tekið lán og gefið út skuldabréf í Bandaríkjadölum fyrir 3.300 milljarða Bandaríkjadali, kemur hins vegar til með að hækka. „Menn hafa áhyggjur af því að nú séu fyrirtæki víða um heim búin að ganga aðeins of hratt um gleðinnar dyr á undanförnum árum í því að skuldsetja sig. Það gæti reynst sumum þeirra þungt og jafnvel ofviða að standa skil á greiðslum,“ segir Tjörvi. „Menn hafa líka sérstaklega áhyggjur af því að mörg þessara fyrirtækja eru í orkugeiranum, þar sem vöruverðið hefur verið að lækka gríðarlega, þannig að þau eru að fá það áfall á sig í leiðinni. Það er kannski stærsta spurningarmerkið hvernig þau muni standa af sér þetta umrót sem verður núna bæði á vöxtum og gengi gjaldmiðla og öðru.“
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira