Handbolti

Strákarnir fengu silfur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
U-18 ára lið Íslands.
U-18 ára lið Íslands. Mynd/HSÍ
U-18 lið Íslands vann í dag til silfurverðlauna á sterku móti í Þýskalandi efitir tap gegn heimamönnum í úrslitaleiknum, 28-21. Staðan í hálfleik var 14-11, Þjóðverjum í vil.

Þorgeir Kristjánsson, sonur þjálfarans Kristjáns Arasonar, skoraði sex mörk fyrir Ísland í leiknum og þeir Sveinn Andri Sveinsson og Sveinn Jóhannsson þrjú hvor.

Fyrr í dag hafði Ísland betur gegn Rúmeníu í undanúrslitum mótsins, 43-28. Ísland byrjaði illa og lenti undir, 5-2, en var með sjö marka forystu í hálfleik og leit aldrei til baka eftir það.

Sveinn Jóhannsson skoraði átta mörk í þeim leik og Elliði Snær Viðarsson sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×