Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 24-26 | Fram meistari eftir ótrúlegan leik Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2015 19:45 Framarar fagna sigrinum í kvöld. vísir/vilhelm Fram er Flugfélags Íslands deildarbikarmeistari 2015 eftir ótrúlegan sigur á Val, 26-24 eftir að staðan í hálfleik var 16-9, Fram í vil. Valur hélt í við Fram fyrsta stundarfjórðunginn, en síðan stakk Fram af. Valur komst inn í leikinn með magnaðri endurkomu í síðari hálfleik sem dugði þó ekki til á endanum og Fram stóð uppi sem meistari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var í Strandgötu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram spilaði gífurlega serkan varnarleik auk þess sem Guðrún Ósk Maríasdóttir varði og varði í markinu - en varnarleikur Fram neyddi oft Valsstúlkur í fremur neyðarleg skot. Ótrúleg endurkoma Vals í síðari hálfleik fer líklega í sögubækurnar, en þær breyttu stöðunni úr 21-12 í 22-22. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Framstúlkur voru mættar í Strandgötuna til að hirða þennan titil sem í boði var. Þær skoruðu fyrsta markið og breyttu svo stöðunni úr 1-1 í 5-1. Þá tók Alfreð, þjálfari Vals, leikhlé og hans stelpur fóru að spila aðeins betri sóknarlega, en þó bara í nokkrar mínútur. Valur skoraði fjögur mörk í röð og skyndilega var staðan orðin jöfn 5-5. Mikið mæddi á þeim Morgan Marie og Kristínu, sem fyrr, og Framvörnin lokaði virkilega vel á þær auk þess sem Guðrún Ósk Maríasdóttir var frábær í markinu. Hægt og rólega sigu Framarar fram úr og breyttu stöðunni úr 6-9 í 7-13. Munurinn í hálfleik sjö mörk, 16-9 og ljóst að það var þungur róður framundan hjá Valsstúlkum sem hlupu illa til baka og fengu oft á tíðum mark beint í bakið. Átta leikmenn voru komnir á blað hjá Fram í hálfleik á meðan aðeins fjórar höfðu skorað mark og þá aðeins tvær fleiri en eitt mark; Morgan Marie (fimm mörk) og Kristín (tvö mörk). Fyrir aftan gífurlega sterka vörn Fram var Guðrún Ósk með 55% markvörslu og ljóst að það þyrfti mikið að breytast fyrir síðari hálfleikinn ef Valur ætlaði sér að næla sér í bikarinn sem í boði var. Tilfinningin eftir fimm mínútur var ekki sú að við myndum fá hörkuleik í Strandgötunni. Valur var níu mörkum undir, 21-12 þegar eitthvað ljós kviknaði. Þær breyttu stöðunni úr 21-12 í 22-22. Ótrúlegur viðsnúningur sem var svo langt frá því að vera í kortunum. Berglind Íris var í svo feyknalegum gír í markinu að það var með hreinum ólíkindum og varnarleikur Vals ríghélt. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 22. mark Fram á 40. mínútu, en næsta mark Fram kom ekki fyrr en ellefu mínútum síðar þegar Elísabet kom Fram í 23-22. Mjög athyglisvert. Fram sigldi sigrinum svo heim eftir dramatískar lokamínútur, en þær og þjálfararnir hefðu líklega kosið það að gera þetta ekki svona spennandi eins og raun bar vitni. Lokatölur urðu tveggja marka sigur Fram, 26-24, sem stendur uppi sem sigurvegari þetta árið, en þær eru að vinna þennan bikar annað árið í röð. Síðari hálfleikur var ótrúlegur. Það voru engin spil á borði að Valur væri að fara komast aftur inn í þennan leik, en þvílík seigla og barátta kom þeim aftur inn í þetta. Fram spilaði vel í fyrri hálfleik og það dugði þeim til sigurs hér í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í Fram með sjö mörk, en Elísabet Gunnarsdóttir kom næst með fjögur. Guðrún Ósk varði mjög vel í markinu, en hún var með um 45% markvörslu. Hjá Val voru það Kristín Guðmundsdóttir (átta mörk) og Morgan Marie (sjö mörk) sem drógu vagninn, auk þess sem Berglind Íris Hansdóttir varði eins og berserkur í síðari hálfleik. Hún endaði með tuttugu skot varin, eða 44% markvörslu.Elísabet: Vorum næstum því búnar að klúðra þessu „Hann var skrautlegur. Ég er að reyna að gleyma honum því við vorum næstum því búnar að klúðra þessu og það hefði verið svekkjandi miðað við hversu vel við spiluðum í fyrri hálfleik,” sagði Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Fram, við Vísi í leikslok. „Fyrri hálfleikurinn er algjör grunnur að sigrinum. Við þurfum að pæla í því hvað gerist í síðari hálfleik þegar þær áttu möguleika á því að komast yfir. Það hefði orðið helvíti erfitt að bíta það í sig.” Fram var 16-9 yfir í hálfleik og náði níu marka forystu snemma í síðari hálfleik. Síðan hættu hjólin að snúast og Valsstúlkur gengu á lagið. Þær náðu meðal annars að jafna í 22-22, en Fram sigldi svo sigrinum heim í lokin. Hvað gerðist í síðari hálfleik? „Við förum bara að skjóta illa og Berglind (markvörður Vals) fer að verja. Það var allt inni hjá okkur í fyrri hálfleik og Begga var kannski ekki eins og hún er alltaf, en við vorum að sama skapi að skjóta mjög vel. „Þær urðu svo aðeins fastari fyrir í vörninni og við fórum að skjóta verr. Þær fengu að fá ódýrt mörk, hraðaupphlaup og seinni tempó.” „Fyrri hálfleikurinn er hrikalega vel spilaður og virðist allt ganga upp þá. Það er eðlilegt að það komi aðeins niður tímabil hjá okkur í síðari hálfleik. Leikurinn var aldrei að fara verða 100% hjá okkur, en þetta var aðeins of langur tími sem slæmi kaflinn kom.” Fram vann sigur á Gróttu í gær sem þær steinlágu fyrir í deildarkeppninni í vetur og unnu Val í dag sem sitja í þriðja sætinu. Þetta er vonandi lyftistöng fyrir Fram eftir áramót segir Elísabet. „Það er gott fyrir okkur að vinna Gróttu í gær. Við töpuðum mjög illa fyrir þeim í deildinni og það gefur okkur ákveðið sjálfstraust. Að vinna Val einnig hér í dag er líka hrikalega gott. Núna förum við í deildina eftir áramót með fullt sjálfstraust og það hlýtur að vera gott,” sagði Elísabet að lokum.Kristín: Var verið að dæma á okkur kjánaleg sóknarbrot „Við spiluðum bara einn hálfleik, er það ekki nóg? Það var næstum því nóg,” sagði Kristín Guðmundsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Vísi í leikslok. Hvað gerðist eiginlega í fyrri hálfleik? „Við mættum ekki til leiks, þar á meðal ég og þá helst ég held ég. Ég var ekki alveg klár og ég veit ekki hvað var að bögga mig. Ég þarf að finna út úr því, en svo náum við að sparka í rassinn á sjálfum okkur og töluðum um að klára þetta almennilega hvort sem við myndum vinna eða tapa.” „Síðari hálfleikurinn var frábær í alla staði. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup - við keyrðum dálítið á þær. Þær voru ekki alveg tilbúnar í það og við höldum stundum að við séum ekki í nægilega góðu formi, en við erum það alveg. Við getum alveg keyrt á varnir og það kom okkur inn í leikinn.” „Ég held stundum að þegar þær voru að fá hraðaupphlaup þá var verið að dæma á okkur kjánaleg sóknarbrot til að mynda skref og svona sem er gjörsamlega út í kortinu. Þeir eru einu sem dæma svona mikið skref á mig, ég er búinn að segja það við þá. Ég þarf aðeins að skoða það betur. Oft kemur það manni á óvart og þær eru svo snöggar Fram.” Valur vann góðan sigur á ÍBV, sem situr í öðru sætinu í deildarkeppninni í gær, og spilaði hörkuleik við Fram í dag. Kristín segir að umgjörðin í kringum deildarbikarinn eigi skilið mikið hrós og hrósar einnig fjölmiðlum: „Ég er alltaf til í að koma og spila þessa tvo leiki. Mér finnst það ekki mikið mál. Ég veit ekki hvað fólk sé að mikla þetta fyrir sér, en kannski er fólk ekkert að því. Kannski er bara verið að tala um það og hérna er frábær stemning og góð umgjörð,” sagði Kristín, en einhverjar raddir hafa verið um að tímasetningin á þessum deildarbikar sé slæm. „Ég verð að hrósa fjölmiðlunum líka. Fyrir tveimur til þremur árum síðan þá var ég að koma úr fæðingarorlofi og var ekki með og þá gat ég ekki fundið stöðuna úr þessum leikjum. Ég held að það hafi verið sem fólki fannst svo hallærislegt, en nú er allir fjölmiðlarnir hérna; Sport-TV að sýna þetta beint sem mér finnst ótrúlega flott.” „Það er það sem er að lyfta þessu og það er það sem handboltanum vantar. Handboltanum vantar umfjöllun og hún er að koma smátt og smátt. Hún er einnig að verða jafnari. Stundum var hægt að finna úrslit hjá öllum nema kvennaboltanum, en mér finnst þeta frábært. Ég styð þessa keppni!” sagði kokhraust Kristín Guðmundsdóttir í leikslok.Vísir/Vilhelm Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Fram er Flugfélags Íslands deildarbikarmeistari 2015 eftir ótrúlegan sigur á Val, 26-24 eftir að staðan í hálfleik var 16-9, Fram í vil. Valur hélt í við Fram fyrsta stundarfjórðunginn, en síðan stakk Fram af. Valur komst inn í leikinn með magnaðri endurkomu í síðari hálfleik sem dugði þó ekki til á endanum og Fram stóð uppi sem meistari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var í Strandgötu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram spilaði gífurlega serkan varnarleik auk þess sem Guðrún Ósk Maríasdóttir varði og varði í markinu - en varnarleikur Fram neyddi oft Valsstúlkur í fremur neyðarleg skot. Ótrúleg endurkoma Vals í síðari hálfleik fer líklega í sögubækurnar, en þær breyttu stöðunni úr 21-12 í 22-22. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Framstúlkur voru mættar í Strandgötuna til að hirða þennan titil sem í boði var. Þær skoruðu fyrsta markið og breyttu svo stöðunni úr 1-1 í 5-1. Þá tók Alfreð, þjálfari Vals, leikhlé og hans stelpur fóru að spila aðeins betri sóknarlega, en þó bara í nokkrar mínútur. Valur skoraði fjögur mörk í röð og skyndilega var staðan orðin jöfn 5-5. Mikið mæddi á þeim Morgan Marie og Kristínu, sem fyrr, og Framvörnin lokaði virkilega vel á þær auk þess sem Guðrún Ósk Maríasdóttir var frábær í markinu. Hægt og rólega sigu Framarar fram úr og breyttu stöðunni úr 6-9 í 7-13. Munurinn í hálfleik sjö mörk, 16-9 og ljóst að það var þungur róður framundan hjá Valsstúlkum sem hlupu illa til baka og fengu oft á tíðum mark beint í bakið. Átta leikmenn voru komnir á blað hjá Fram í hálfleik á meðan aðeins fjórar höfðu skorað mark og þá aðeins tvær fleiri en eitt mark; Morgan Marie (fimm mörk) og Kristín (tvö mörk). Fyrir aftan gífurlega sterka vörn Fram var Guðrún Ósk með 55% markvörslu og ljóst að það þyrfti mikið að breytast fyrir síðari hálfleikinn ef Valur ætlaði sér að næla sér í bikarinn sem í boði var. Tilfinningin eftir fimm mínútur var ekki sú að við myndum fá hörkuleik í Strandgötunni. Valur var níu mörkum undir, 21-12 þegar eitthvað ljós kviknaði. Þær breyttu stöðunni úr 21-12 í 22-22. Ótrúlegur viðsnúningur sem var svo langt frá því að vera í kortunum. Berglind Íris var í svo feyknalegum gír í markinu að það var með hreinum ólíkindum og varnarleikur Vals ríghélt. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 22. mark Fram á 40. mínútu, en næsta mark Fram kom ekki fyrr en ellefu mínútum síðar þegar Elísabet kom Fram í 23-22. Mjög athyglisvert. Fram sigldi sigrinum svo heim eftir dramatískar lokamínútur, en þær og þjálfararnir hefðu líklega kosið það að gera þetta ekki svona spennandi eins og raun bar vitni. Lokatölur urðu tveggja marka sigur Fram, 26-24, sem stendur uppi sem sigurvegari þetta árið, en þær eru að vinna þennan bikar annað árið í röð. Síðari hálfleikur var ótrúlegur. Það voru engin spil á borði að Valur væri að fara komast aftur inn í þennan leik, en þvílík seigla og barátta kom þeim aftur inn í þetta. Fram spilaði vel í fyrri hálfleik og það dugði þeim til sigurs hér í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í Fram með sjö mörk, en Elísabet Gunnarsdóttir kom næst með fjögur. Guðrún Ósk varði mjög vel í markinu, en hún var með um 45% markvörslu. Hjá Val voru það Kristín Guðmundsdóttir (átta mörk) og Morgan Marie (sjö mörk) sem drógu vagninn, auk þess sem Berglind Íris Hansdóttir varði eins og berserkur í síðari hálfleik. Hún endaði með tuttugu skot varin, eða 44% markvörslu.Elísabet: Vorum næstum því búnar að klúðra þessu „Hann var skrautlegur. Ég er að reyna að gleyma honum því við vorum næstum því búnar að klúðra þessu og það hefði verið svekkjandi miðað við hversu vel við spiluðum í fyrri hálfleik,” sagði Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Fram, við Vísi í leikslok. „Fyrri hálfleikurinn er algjör grunnur að sigrinum. Við þurfum að pæla í því hvað gerist í síðari hálfleik þegar þær áttu möguleika á því að komast yfir. Það hefði orðið helvíti erfitt að bíta það í sig.” Fram var 16-9 yfir í hálfleik og náði níu marka forystu snemma í síðari hálfleik. Síðan hættu hjólin að snúast og Valsstúlkur gengu á lagið. Þær náðu meðal annars að jafna í 22-22, en Fram sigldi svo sigrinum heim í lokin. Hvað gerðist í síðari hálfleik? „Við förum bara að skjóta illa og Berglind (markvörður Vals) fer að verja. Það var allt inni hjá okkur í fyrri hálfleik og Begga var kannski ekki eins og hún er alltaf, en við vorum að sama skapi að skjóta mjög vel. „Þær urðu svo aðeins fastari fyrir í vörninni og við fórum að skjóta verr. Þær fengu að fá ódýrt mörk, hraðaupphlaup og seinni tempó.” „Fyrri hálfleikurinn er hrikalega vel spilaður og virðist allt ganga upp þá. Það er eðlilegt að það komi aðeins niður tímabil hjá okkur í síðari hálfleik. Leikurinn var aldrei að fara verða 100% hjá okkur, en þetta var aðeins of langur tími sem slæmi kaflinn kom.” Fram vann sigur á Gróttu í gær sem þær steinlágu fyrir í deildarkeppninni í vetur og unnu Val í dag sem sitja í þriðja sætinu. Þetta er vonandi lyftistöng fyrir Fram eftir áramót segir Elísabet. „Það er gott fyrir okkur að vinna Gróttu í gær. Við töpuðum mjög illa fyrir þeim í deildinni og það gefur okkur ákveðið sjálfstraust. Að vinna Val einnig hér í dag er líka hrikalega gott. Núna förum við í deildina eftir áramót með fullt sjálfstraust og það hlýtur að vera gott,” sagði Elísabet að lokum.Kristín: Var verið að dæma á okkur kjánaleg sóknarbrot „Við spiluðum bara einn hálfleik, er það ekki nóg? Það var næstum því nóg,” sagði Kristín Guðmundsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Vísi í leikslok. Hvað gerðist eiginlega í fyrri hálfleik? „Við mættum ekki til leiks, þar á meðal ég og þá helst ég held ég. Ég var ekki alveg klár og ég veit ekki hvað var að bögga mig. Ég þarf að finna út úr því, en svo náum við að sparka í rassinn á sjálfum okkur og töluðum um að klára þetta almennilega hvort sem við myndum vinna eða tapa.” „Síðari hálfleikurinn var frábær í alla staði. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup - við keyrðum dálítið á þær. Þær voru ekki alveg tilbúnar í það og við höldum stundum að við séum ekki í nægilega góðu formi, en við erum það alveg. Við getum alveg keyrt á varnir og það kom okkur inn í leikinn.” „Ég held stundum að þegar þær voru að fá hraðaupphlaup þá var verið að dæma á okkur kjánaleg sóknarbrot til að mynda skref og svona sem er gjörsamlega út í kortinu. Þeir eru einu sem dæma svona mikið skref á mig, ég er búinn að segja það við þá. Ég þarf aðeins að skoða það betur. Oft kemur það manni á óvart og þær eru svo snöggar Fram.” Valur vann góðan sigur á ÍBV, sem situr í öðru sætinu í deildarkeppninni í gær, og spilaði hörkuleik við Fram í dag. Kristín segir að umgjörðin í kringum deildarbikarinn eigi skilið mikið hrós og hrósar einnig fjölmiðlum: „Ég er alltaf til í að koma og spila þessa tvo leiki. Mér finnst það ekki mikið mál. Ég veit ekki hvað fólk sé að mikla þetta fyrir sér, en kannski er fólk ekkert að því. Kannski er bara verið að tala um það og hérna er frábær stemning og góð umgjörð,” sagði Kristín, en einhverjar raddir hafa verið um að tímasetningin á þessum deildarbikar sé slæm. „Ég verð að hrósa fjölmiðlunum líka. Fyrir tveimur til þremur árum síðan þá var ég að koma úr fæðingarorlofi og var ekki með og þá gat ég ekki fundið stöðuna úr þessum leikjum. Ég held að það hafi verið sem fólki fannst svo hallærislegt, en nú er allir fjölmiðlarnir hérna; Sport-TV að sýna þetta beint sem mér finnst ótrúlega flott.” „Það er það sem er að lyfta þessu og það er það sem handboltanum vantar. Handboltanum vantar umfjöllun og hún er að koma smátt og smátt. Hún er einnig að verða jafnari. Stundum var hægt að finna úrslit hjá öllum nema kvennaboltanum, en mér finnst þeta frábært. Ég styð þessa keppni!” sagði kokhraust Kristín Guðmundsdóttir í leikslok.Vísir/Vilhelm
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti