Innlent

Spyr um málefni intersex-barna

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Björt vill vita hvort það hafi verið framkvæmdar fóstureyðingar á grundvelli þess að fóstur sé með intersex-breytileika. Þá vill hún vita um fyrirkomulag á aðgerðum.
Björt vill vita hvort það hafi verið framkvæmdar fóstureyðingar á grundvelli þess að fóstur sé með intersex-breytileika. Þá vill hún vita um fyrirkomulag á aðgerðum. Vísir/Stefán
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um fyrirkomulag vegna aðgerða á intersex-börnum.

Björt spyr um upplýsingagjöf til foreldra um intersex og hvernig læknisfræðilegum meðferðum er háttað. Þá spyr hún hvers konar ráðgjöf og fræðslu foreldrar intersex-barna fái við greiningu og í hverra höndum hún sé. Einnig hversu mörgum hefur verið boðin fóstureyðing á grundvelli þess að fóstur sé með intersex-breytileika og um fjölda aðgerða á ári á börnum til þess að „leiðrétta“ kyn.

„Ég legg þetta fram vegna þess að ég hef ástæðu til að ætla að læknismeðferð og aðgerðir fari fram án þess að það sé nokkur lagarammi í kringum það. Það er því á valdi lækna hvernig þeir meðhöndla þessi börn, því er hætt við að viðhorf þeirra og persónuleg skoðun á málefni barnanna geti haft áhrif,“ segir Björt Ólafsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×