Innlent

Náttúruminjasafn Íslands lagt niður að óbreyttu

Svavar Hávarðsson skrifar
Hugmynd um sýningu í Perlunni var komin á rekspöl.
Hugmynd um sýningu í Perlunni var komin á rekspöl. mynd/nmsí
Ríkisendurskoðun telur að marka þurfi Náttúruminjasafni Íslands framtíðarstefnu sem bæði stjórnvöld og Alþingi styðji. Að öðrum kosti hljóti að koma til álita að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti.

Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu sem birt var í gær en árið 2012 birti Ríkisendurskoðun skýrslu þar sem kom m.a. fram að sökum þess hve illa væri búið að safninu næði það ekki að uppfylla lögbundnar skyldur sínar sem höfuðsafn á sviði náttúrufræða. Ekki lægi fyrir stefna um starfsemi safnsins, fjárveitingar til þess væru af skornum skammti, safnkostur takmarkaður og húsnæðismál ótrygg.

Nú segir Ríkisendurskoðun að þremur árum síðar hafi staðan lítið sem ekkert breyst. Stofnunin sé enn rekin án formlegrar stefnu og af vanefnum. „Þá eru húsnæðismálin í mikilli óvissu, m.a. hefur það enga aðstöðu til sýningarhalds. Safnið nær því enn ekki að uppfylla lögbundnar skyldur sínar,“ segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×