Húsið á Eyrarbakka 250 ára Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 11:00 Lýður Pálsson er forstöðumaður Hússins og skrifaði bók um það á seinasta ári. Mynd/Aðsend Á sunnudaginn verður haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Húsið var byggt árið 1765 þegar nokkur hús af þessari gerð voru flutt til landsins. Húsið var upphaflega vetursetur fyrir kaupmennina í grenndinni. Í dag hýsir það grunnsýningu byggðasafns Árnesinga þar sem lögð er sérstök áhersla á sögu hússins. Verslunarhúsin sem stóðu í kring voru öll rifin 1950 á haftatímum vegna þess að það þurfti að nýta viðinn annars staðar, en Húsið fékk að standa og er í dag í góðu ásigkomulagi. Eftir að verslun nánast lagðist niður á svæðinu stóð Húsið eftir tómt og niðurnítt þegar hjón úr Reykjavík keyptu það og gerðu það alveg upp árið 1932. Það er óljóst hvers vegna þau ákváðu að bjarga húsinu en það kom í veg fyrir að það yrði rifið. Húsið er elsta timburhúsið á Suðurlandi og er eitt af tíu elstu húsunum á Íslandi. Það var aftur gert upp 1979 þegar við tóku nýir eigendur sem tóku það í nefið og enduðu með að búa þar um skeið. Á sunnudaginn næsta verður haldið upp á stórafmælið með fyrirlestri, tónleikum og veitingum. „Það eru margir sem eiga tengsl við þetta hús og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Við munum fara yfir sögu Hússins og spila tónlist sem tengist Húsinu. Síðan verðum við með kaffi og kökur fyrir gestina. Það er ekki á hverjum degi sem hús verður 250 ára,“ segir Lýður Pálsson, sem er forstöðumaður Hússins. „Ég er mjög vel að mér í sögu Hússins. Ég skrifaði bók um það fyrir ári og er alltaf að lesa mér meira og meira til um það og sögu þess. Þegar Húsið var byggt bjuggu bæjarbúar enn í torfkofum og þótti Húsið vera mjög glæsilegt. Þetta var mikið menningarheimili á sínum tíma en oft var erfitt fyrir verslunarmennina að ná endum saman enda mikil fátækt á þessum tíma. Nafn Hússins er stytting á Kaupmannshúsinu sem það var oft kallað.“ Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á sunnudaginn verður haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Húsið var byggt árið 1765 þegar nokkur hús af þessari gerð voru flutt til landsins. Húsið var upphaflega vetursetur fyrir kaupmennina í grenndinni. Í dag hýsir það grunnsýningu byggðasafns Árnesinga þar sem lögð er sérstök áhersla á sögu hússins. Verslunarhúsin sem stóðu í kring voru öll rifin 1950 á haftatímum vegna þess að það þurfti að nýta viðinn annars staðar, en Húsið fékk að standa og er í dag í góðu ásigkomulagi. Eftir að verslun nánast lagðist niður á svæðinu stóð Húsið eftir tómt og niðurnítt þegar hjón úr Reykjavík keyptu það og gerðu það alveg upp árið 1932. Það er óljóst hvers vegna þau ákváðu að bjarga húsinu en það kom í veg fyrir að það yrði rifið. Húsið er elsta timburhúsið á Suðurlandi og er eitt af tíu elstu húsunum á Íslandi. Það var aftur gert upp 1979 þegar við tóku nýir eigendur sem tóku það í nefið og enduðu með að búa þar um skeið. Á sunnudaginn næsta verður haldið upp á stórafmælið með fyrirlestri, tónleikum og veitingum. „Það eru margir sem eiga tengsl við þetta hús og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Við munum fara yfir sögu Hússins og spila tónlist sem tengist Húsinu. Síðan verðum við með kaffi og kökur fyrir gestina. Það er ekki á hverjum degi sem hús verður 250 ára,“ segir Lýður Pálsson, sem er forstöðumaður Hússins. „Ég er mjög vel að mér í sögu Hússins. Ég skrifaði bók um það fyrir ári og er alltaf að lesa mér meira og meira til um það og sögu þess. Þegar Húsið var byggt bjuggu bæjarbúar enn í torfkofum og þótti Húsið vera mjög glæsilegt. Þetta var mikið menningarheimili á sínum tíma en oft var erfitt fyrir verslunarmennina að ná endum saman enda mikil fátækt á þessum tíma. Nafn Hússins er stytting á Kaupmannshúsinu sem það var oft kallað.“
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira