Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 09:19 Lovísa og Gunnar sjá ekki fyrir sér að flytja heim til Íslands í bráð. Samsett Lovísa Falsdóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Þorsteinsson létu slag standa fyrir þremur og hálfu ári og fluttust búferlum til New York, í miðjum heimsfaraldri og með tvö ung börn. Flutningarnir út gengu svo sannarlega ekki snuðrulaust fyrir sig en í dag hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir vestanhafs. Lovísa birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún veitir innsýn í daglegt líf fjölskyldunnar í bandarísku stórborginni. Landvistarleyfi fyrir ófætt barn Gunnar og Lovísa fluttu til New York í byrjun árs 2021, ásamt sonum sínum tveimur, Flóka og Marel sem þá voru tveggja ára og fimm vikna gamlir. „Gunnar var komin með BS gráðu í jarðeðlisfræði og langaði að fara út í mastersnám í orkuverkfræði. Svo fékk hann inngöngu í Columbia háskólann hérna í New York, í febrúar árið 2020, og upphaflega ætluðum við að vera hérna í eitt ár. Við vorum þarna búin að eignast eldri strákinn okkar, hann Flóka. Ég var búin að vera fastráðin sem flugfreyja hjá Icelandair og vorum að plana barn númer tvö. Ég sá fyrir mér að taka fæðingarorlof og svo myndum við flytja aftur heim,“ segir Lovísa. @lovisafalsdottir Algjör kerfisfræðingur, fæ allt endurnýjað um leið og það er smá að hehe. Nýta ábyrgðina!! #fyp #iceland #fyrirþig #ísland #íslenska ♬ original sound - lovisafals En svo skall heimsfaraldurinn á og setti öll plön úr skorðum. „Við enduðum á því að fresta flutningum fram í janúar árið 2021. Marel yngri strákurinn okkar fæddist stuttu fyrir brottför. Og það var alveg jafn krefjandi og það hljómar og flytja út í miðjum heimsfaraldri, með tveggja ára strák og annan fimm vikna. Það voru allskonar hindranir og vesen sem kom upp. Við þurftum til dæmis að sækja um landvistarleyfi fyrir Marel áður en hann fæddist og var hvorki kominn með nafn eða fæðingardag. Og það vildi svo óheppilega til að hann fæddist rétt fyrir jól, á sama tíma og bandaríska sendiráðið var að flytja á milli húsnæða og það var enginn laus viðtalstími. Við þurftum að nýta öll tengsl sem við höfðum og sem betur fer hafðist þetta á endanum, en þetta var vægast sagt stressandi tími. Þegar við vorum komin út tók við allskonar basl og vesen. Við vorum búin að panta slatta af innbúi frá IKEA, og sendingin átti að berast sama dag og við kæmum út. En hún barst ekki, þar sem að við vorum ekki ennþá komin með bandarísk símanúmer. Íbúðin sem við höfðum fundið hafði staðið auð í hálft ár, og þegar við komum inn í hana fyrst var hún ísköld. Enda var þetta í janúar, og veturnir í New York eru jafnvel kaldari en á Íslandi. Og ofan á allt saman þá blasti við að við þurftum að fara í sóttkví. Við enduðum á því að sofa á vindsæng fyrstu dagana!“ Covid faraldurinn var í gangi allt fyrsta árið sem fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum.Aðsend Munur að vera bíllaus Á fyrsta ári fjölskyldunnar vestanhafs var Covid í fullum gangi, með grímuskyldu og hinum og þessum takmörkunum. „Það var meira og minna allt lokað, og það var frekar sérstakt að fara niður á Times Square og sjá bara örfáar hræður á vappi. En á þessu fyrsta ári gafst góður tími til að labba um borgina og skoða nýja og nýja leikvelli, þeir eru náttúrulega út um allt. Í Central Park, sem er örstutt frá húsinu okkar, eru til dæmis hátt í þrjátíu leikvellir. Þannig að okkur leiddist aldrei og það er auðvitað endalaust hægt að labba um borgina og uppgötva nýja og nýja staði. Það var að sama skapi geggjað að sjá borgina „vakna“ aftur eftir Covid og allt fór í gang.“ Þar sem fjölskyldan býr í borginni sem aldrei sefur þá er augljóslega enginn skortur á afþreyingu fyrir börn og fjölskyldur; alllskyns söfn og barnamenningarviðburðir að ógleymdum dýragörðunum. „Þar kemur Natural History Museum mjög sterkt inn, þar eru fiðrildaherbergi og skordýrasýningar og eldgosasýningar, sem pabbi þeirra er ekki síður spenntur fyrir, verandi jarðeðlisfræðingur úr Vestmanneyjum. Elsti strákurinn okkar er með ákveðinn rúnt sem hann elskar, að fara í stóru barnabúðirnar á 5th Avenue, Lego búðina og Nintendo búðina, og leikfangabúðina sem margir þekkja úr Home Alone 2 bíómyndinni. Og fara síðan á McDonalds Times Square og taka lestina heim, það er draumadagurinn hjá honum. Ég tala nú ekki um ef við rekumst á Spiderman í búningi á Times Square.“ Lovísa nefnir einnig almenningssamgöngurnar sem einn af kostum þess að búa í stórborginni. „Það er auðvitað stór kostur að þurfa ekki að keyra út um allt með lítil börn, og losna við að reka bíl með öllu sem því fylgir.“ Mikill munur á íslensku og bandarísku fæðingarorlofskerfi Svala, yngsta barn Lovísu og Gunnars kom í heiminn í júlí á seinasta ári, á spítala í New York. Aðspurð segir Lovísa að það hafi verið talsverður munur að fæða barn á sjúkrahúsi á Íslandi og í Bandaríkjunum, og sömuleiðis hafi margt verið ólíkt þegar kom að mæðravernd og eftirliti á meðgöngunni. „Ég hafði ekki góða reynslu af fyrri tveimur fæðingunum á Íslandi, það er að segja þegar kom að mannlega þættinum. Ég tók eftir því að það eru fleiri valkostir hér, ég gat til dæmis strax valið mér fæðingarlækni og ég upplifði allan tímann eins og hefði mjög mikla stjórn á öllu, hvernig fæðingu ég vildi og þess háttar. Það þarf auðvitað að taka það með í reikninginn að heilbrigðiskerfið hérna úti er hálfgerð peningamaskína, auk þess sem spítalinn vill tryggja sig í bak og fyrir gagnvart hugsanlegum málsóknum. Þeir vilja að þú labbir ánægður út. En ég upplifði allavega eins og það væri meira hlustað á mig hér og tekið meira tillit til þess hvað ég vildi og þurfti. Ég þurfti að dvelja í nokkra daga á spítalanum eftir á af því að þetta var keisarafæðing, og þetta var eins og vera á fínasta hóteli.“ Á góðri stundu í Central Park.Aðsend „Fæðingarorlofskerfið hérna í Bandaríkjunum er auðvitað frekar galið, allavega miðað við Ísland; konur eru komnar aftur í vinnuna einungis nokkrum vikum eftir fæðingu. Það er algengt að fólk vinni mjög langan vinnudag og láti barnfóstrur sjá um börnin nánast alfarið, frá því þau vakna á morgnana og þar til þau eru svæfð á kvöldin. Svo eru sumir sem virðast nú bara ekki hafa neinn áhuga á að vera með börnunum sínum, sem mér finnst alveg virkilega sorglegt. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að hérna eru margar mæður heimavinnandi, af því að það svarar einfaldlega ekki kostnaði fyrir þær að vera úti á vinnumarkaðnum. Þetta kerfi er augljóslega ekki mjög jafnréttissinnað.“ Lovísa nefnir einnig að í Bandaríkjunum sé algengara að konur eignist börn seinna á ævinni, á miðjum fertugsaldri. „Hérna úti þykjum við vera ungir foreldrar. Bandarískir vinir okkar og samnemendur Gunnars eru ekki enn komnir í þennan „pakka“, á meðan nær allir vinir okkar á Íslandi eru komnir með börn.“ Kostir og gallar við skólana Leikskóla- og grunnskólakerfið í Bandaríkjunum er talsvert ólíkt því sem þekkist á Íslandi, eins og Lovísa lýsir. „Skólamálin hérna úti eru hálfgerður frumskógur en það sem er jákvætt er fjölbreytnin; framboðið er mjög mikið og þú getur valið skóla út frá mismunandi uppeldisstefnum, trúarbrögðum og svo framvegis. Daggæsla („day care“) nær upp í þriggja ára aldur. Haustið sem börnin verða þriggja ára fara í þau í það sem er kallað „preschool.“ Og síðan er „kindergarden“ sem er í raun skólahópur, brúin á milli 5 ára og 6 ára bekkjar. Fyrsta hálfa árið í New York var Lovísa heimavinnandi með synina tvo. „Um sumarið komust við síðan að að því að borgin væri byrjuð að bjóða börnum fría skólagöngu niður í þriggja ára aldur í stað fimm ára, af því að það hafði verið svo mikið brottfall hjá börnum úr skóla út af Covid. Flóki var þess vegna tveggja og hálfs árs þegar hann byrjaði í „preschool“, sem er í raun eins og leikskóli heim á Íslandi, og við höfum þar af leiðandi aldrei þurft að greiða fyrir skólavist hjá honum. Það voru reyndar vissir erfiðleikar hjá okkur þarna í byrjun, það var til dæmis enginn aðlögunartími út af Covid samkomutakmörkunum. Og það var skiljanlega ekki auðvelt fyrir tveggja og hálfs árs gutta að vera allt í einu kominn í nýtt umhverfi og nýtt tungumál, og þurfa þar að auki að vera með grímu allt fyrsta árið. En þetta blessaðist allt á endanum. Síðan gerðist það að við ákváðum að framlengja dvölina okkar úti, af því að Gunnari var boðin staða doktorsnema í rafhlöðuverkfræði. Við fórum að skoða möguleika varðandi dagvistun fyrir Marel, og hann fékk svo daggæslupláss í apríl árið 2022 og ég fór að svipast um eftir vinnu. Af því að ég hef ekki atvinnuleyfi hér þá þurfti ég að leggja höfuðið í bleyti, enda ekki mikið af fjarvinnu í boði þar sem þú þarft aldrei að mæta á staðinn. En það hafðist að lokum og í dag er ég að vinna sem markaðstjóri hjá Ansa Athletics, sem hjálpar krökkum að komast í háskóla í Bandaríkjunum á íþróttastyrk. Fjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja á nýafstaðinni hrekkjavöku.Aðsend Þegar Marel byrjaði í daggæslu var hann þar í þrjá daga í viku, og dagurinn kostaði rúmlega tíu þúsund krónur íslenskar. Við vorum sem sagt að borga álíka mikið fyrir þrjá daga þarna og fyrir viku í leikskóla á Íslandi. En síðan vorum við svo heppin að fá úthlutað plássi fyrir hann í einkareknum „preschool“ , og fengum styrk. Núna erum við að skoða möguleikana á daggæslu fyrir Svölu og þreifa fyrir okkur með kostnað.“ Lovísa segir muninn á skólakerfinu í New York og á Íslandi einnig liggja í fjölbreytninni. „Það eru svo margir skólar hérna út um allt og það er tiltölulega auðvelt að láta barn skipta um skóla. Maður er ekki eins bundinn af hverfaskiptingu og manneklu eins og heima á Íslandi. En neikvæða hliðin á þessu er stéttaskiptingin; þeir sem eru sterkefnaðir eru í betri málum þegar kemur að menntun barna sinna. Hún nefnir einnig kynþáttamismunun, sem er svo sannarlega staðreynd í bandarísku samfélagi. Fjölskyldan býr á hverfamörkum Upper West Side og Harlem, þar sem stórt hlutfall íbúa eru hörundsdökkir innflytjendur. „Og það var alveg ákveðið sjokk að sjá þetta, þessi brú á milli kynþátta og þessi mismunun á lífsgæðum. Þar af leiðandi höfum við gert okkur grein fyrir því hvað við erum heppin, verandi hvítir evrópskir innflytjendur. Fjarlægðin gerir fjöllin ekki blá Fjölskyldan hefur núna verið búsett vestanhafs í hátt í fjögur ár. Lovísa og Gunnar sjá fyrir sér að vera áfram í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hefur farið til Íslands á hverju sumri undanfarin ár. „Þá förum í sveitina og ferðumst um landið. Við viljum auðvitað vökva ræturnar eins mikið og við getum. Af því að við viljum ala upp íslensk börn.“ Lovísa segir að þeim hjónum sé sömuleiðis annt um að börnin þeirra haldi við móðurmálinu sínu. „Flóki var í fjóra mánuði í leikskóla á Íslandi áður en við fluttum út og náði þar af leiðandi að byggja upp íslenskan orðaforða. Marel hefur hins vegar alist upp við bæði tungumálin samhliða. Við tölum alltaf íslensku á heimilinu, nema í þau skipti þegar enskumælandi vinir okkar eru í heimsókn. Það hefur gengið vel hjá okkur, og Flóki er stundum kallaður íslenskulöggan á heimilinu af því að hann er alltaf mjög fljótur að leiðrétta bróður sinn ef hann grípur skyndilega í enskuna.“ Hún segir að öfugt við það sem margir halda þá lifi fjölskyldan frekar hægu lífi í New York, og í rauninni upplifi þau meiri kyrrð í bandarísku stórborginni heldur en heima á Íslandi. „Þegar við höfum komið heim til Íslands á sumrin hefur alltaf verið svo mikill hraði á okkur og dagskráin hefur alltaf verið pökkuð allan tímann. Við erum eiginlega alveg búin á því eftir þessar Íslandsheimsóknir.“ Eins og staðan er þá framtíðin frekar óljós. „Gunnar útskrifaðist úr doktorsnáminu seinasta vor, hann fékk að halda áfram í verkefninu og verður á stúdentavísanu þangað til hann fer á vinnumarkaðinn. Það er frekar erfitt að segja til um hvert framhaldið verður hjá okkur. Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði og vega og meta,“ segir Lovísa og bætir við að breytt landslag í pólitíkinni í Bandaríkjunum spili líka inn í. „Niðurstöður forsetakosninganna fyrr í vikunni var ákveðið áfall fyrir okkur líkt og flest alla aðra í New York. Við segjum oft að við elskum New York en séum ekki endilega aðdáendur Bandaríkjanna. Við vorum mögulega of bjartsýn á niðurstöðurnar en við höfum ekki gert upp hug okkar hvernig þetta mun koma til með að reiknast inn í okkar framtíðarplön. Sú vinna er næst á dagskrá hjá okkur en það hefur margt breyst á stuttum tíma. Þegar við fluttum hingað út í upphafi þá sögðum við alltaf að ef allt færi á versta veg þá myndum við bara flytja heim aftur. Það eru auðvitað margt sem maður saknar frá Íslandi, þessir litlu hlutir eins og hreina vatnið og að fara ódýrt í sund. Og svo eru fjölskyldan og vinirnir, ömmurnar og afarnir. En svo er líka svo heppilegt að flugtíminn til New York er ekki það langur og fólkið okkar er þess vegna duglegt að koma og heimsækja okkur. Bandarískt samfélag er auðvitað langt frá því að vera fullkomið, og það eru kostir og gallar við bæði þessi lönd. En okkur finnst samfélagið á Íslandi ekki hagstætt fyrir fjölskyldu eins og okkar. Það er svo margt sem fælir mann frá því að flytja heim með þrjú ung börn, eins og til dæmis leikskólamálin, og að þurfa að ákveða búsetu út frá leikskólaplássi. Eins og þróunin hefur verið undanfarin ár þá er fjarlægðin ekki beinlínis að gera fjöllin blárri í okkar tilfelli.“ Íslendingar erlendis Bandaríkin Börn og uppeldi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Landvistarleyfi fyrir ófætt barn Gunnar og Lovísa fluttu til New York í byrjun árs 2021, ásamt sonum sínum tveimur, Flóka og Marel sem þá voru tveggja ára og fimm vikna gamlir. „Gunnar var komin með BS gráðu í jarðeðlisfræði og langaði að fara út í mastersnám í orkuverkfræði. Svo fékk hann inngöngu í Columbia háskólann hérna í New York, í febrúar árið 2020, og upphaflega ætluðum við að vera hérna í eitt ár. Við vorum þarna búin að eignast eldri strákinn okkar, hann Flóka. Ég var búin að vera fastráðin sem flugfreyja hjá Icelandair og vorum að plana barn númer tvö. Ég sá fyrir mér að taka fæðingarorlof og svo myndum við flytja aftur heim,“ segir Lovísa. @lovisafalsdottir Algjör kerfisfræðingur, fæ allt endurnýjað um leið og það er smá að hehe. Nýta ábyrgðina!! #fyp #iceland #fyrirþig #ísland #íslenska ♬ original sound - lovisafals En svo skall heimsfaraldurinn á og setti öll plön úr skorðum. „Við enduðum á því að fresta flutningum fram í janúar árið 2021. Marel yngri strákurinn okkar fæddist stuttu fyrir brottför. Og það var alveg jafn krefjandi og það hljómar og flytja út í miðjum heimsfaraldri, með tveggja ára strák og annan fimm vikna. Það voru allskonar hindranir og vesen sem kom upp. Við þurftum til dæmis að sækja um landvistarleyfi fyrir Marel áður en hann fæddist og var hvorki kominn með nafn eða fæðingardag. Og það vildi svo óheppilega til að hann fæddist rétt fyrir jól, á sama tíma og bandaríska sendiráðið var að flytja á milli húsnæða og það var enginn laus viðtalstími. Við þurftum að nýta öll tengsl sem við höfðum og sem betur fer hafðist þetta á endanum, en þetta var vægast sagt stressandi tími. Þegar við vorum komin út tók við allskonar basl og vesen. Við vorum búin að panta slatta af innbúi frá IKEA, og sendingin átti að berast sama dag og við kæmum út. En hún barst ekki, þar sem að við vorum ekki ennþá komin með bandarísk símanúmer. Íbúðin sem við höfðum fundið hafði staðið auð í hálft ár, og þegar við komum inn í hana fyrst var hún ísköld. Enda var þetta í janúar, og veturnir í New York eru jafnvel kaldari en á Íslandi. Og ofan á allt saman þá blasti við að við þurftum að fara í sóttkví. Við enduðum á því að sofa á vindsæng fyrstu dagana!“ Covid faraldurinn var í gangi allt fyrsta árið sem fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum.Aðsend Munur að vera bíllaus Á fyrsta ári fjölskyldunnar vestanhafs var Covid í fullum gangi, með grímuskyldu og hinum og þessum takmörkunum. „Það var meira og minna allt lokað, og það var frekar sérstakt að fara niður á Times Square og sjá bara örfáar hræður á vappi. En á þessu fyrsta ári gafst góður tími til að labba um borgina og skoða nýja og nýja leikvelli, þeir eru náttúrulega út um allt. Í Central Park, sem er örstutt frá húsinu okkar, eru til dæmis hátt í þrjátíu leikvellir. Þannig að okkur leiddist aldrei og það er auðvitað endalaust hægt að labba um borgina og uppgötva nýja og nýja staði. Það var að sama skapi geggjað að sjá borgina „vakna“ aftur eftir Covid og allt fór í gang.“ Þar sem fjölskyldan býr í borginni sem aldrei sefur þá er augljóslega enginn skortur á afþreyingu fyrir börn og fjölskyldur; alllskyns söfn og barnamenningarviðburðir að ógleymdum dýragörðunum. „Þar kemur Natural History Museum mjög sterkt inn, þar eru fiðrildaherbergi og skordýrasýningar og eldgosasýningar, sem pabbi þeirra er ekki síður spenntur fyrir, verandi jarðeðlisfræðingur úr Vestmanneyjum. Elsti strákurinn okkar er með ákveðinn rúnt sem hann elskar, að fara í stóru barnabúðirnar á 5th Avenue, Lego búðina og Nintendo búðina, og leikfangabúðina sem margir þekkja úr Home Alone 2 bíómyndinni. Og fara síðan á McDonalds Times Square og taka lestina heim, það er draumadagurinn hjá honum. Ég tala nú ekki um ef við rekumst á Spiderman í búningi á Times Square.“ Lovísa nefnir einnig almenningssamgöngurnar sem einn af kostum þess að búa í stórborginni. „Það er auðvitað stór kostur að þurfa ekki að keyra út um allt með lítil börn, og losna við að reka bíl með öllu sem því fylgir.“ Mikill munur á íslensku og bandarísku fæðingarorlofskerfi Svala, yngsta barn Lovísu og Gunnars kom í heiminn í júlí á seinasta ári, á spítala í New York. Aðspurð segir Lovísa að það hafi verið talsverður munur að fæða barn á sjúkrahúsi á Íslandi og í Bandaríkjunum, og sömuleiðis hafi margt verið ólíkt þegar kom að mæðravernd og eftirliti á meðgöngunni. „Ég hafði ekki góða reynslu af fyrri tveimur fæðingunum á Íslandi, það er að segja þegar kom að mannlega þættinum. Ég tók eftir því að það eru fleiri valkostir hér, ég gat til dæmis strax valið mér fæðingarlækni og ég upplifði allan tímann eins og hefði mjög mikla stjórn á öllu, hvernig fæðingu ég vildi og þess háttar. Það þarf auðvitað að taka það með í reikninginn að heilbrigðiskerfið hérna úti er hálfgerð peningamaskína, auk þess sem spítalinn vill tryggja sig í bak og fyrir gagnvart hugsanlegum málsóknum. Þeir vilja að þú labbir ánægður út. En ég upplifði allavega eins og það væri meira hlustað á mig hér og tekið meira tillit til þess hvað ég vildi og þurfti. Ég þurfti að dvelja í nokkra daga á spítalanum eftir á af því að þetta var keisarafæðing, og þetta var eins og vera á fínasta hóteli.“ Á góðri stundu í Central Park.Aðsend „Fæðingarorlofskerfið hérna í Bandaríkjunum er auðvitað frekar galið, allavega miðað við Ísland; konur eru komnar aftur í vinnuna einungis nokkrum vikum eftir fæðingu. Það er algengt að fólk vinni mjög langan vinnudag og láti barnfóstrur sjá um börnin nánast alfarið, frá því þau vakna á morgnana og þar til þau eru svæfð á kvöldin. Svo eru sumir sem virðast nú bara ekki hafa neinn áhuga á að vera með börnunum sínum, sem mér finnst alveg virkilega sorglegt. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að hérna eru margar mæður heimavinnandi, af því að það svarar einfaldlega ekki kostnaði fyrir þær að vera úti á vinnumarkaðnum. Þetta kerfi er augljóslega ekki mjög jafnréttissinnað.“ Lovísa nefnir einnig að í Bandaríkjunum sé algengara að konur eignist börn seinna á ævinni, á miðjum fertugsaldri. „Hérna úti þykjum við vera ungir foreldrar. Bandarískir vinir okkar og samnemendur Gunnars eru ekki enn komnir í þennan „pakka“, á meðan nær allir vinir okkar á Íslandi eru komnir með börn.“ Kostir og gallar við skólana Leikskóla- og grunnskólakerfið í Bandaríkjunum er talsvert ólíkt því sem þekkist á Íslandi, eins og Lovísa lýsir. „Skólamálin hérna úti eru hálfgerður frumskógur en það sem er jákvætt er fjölbreytnin; framboðið er mjög mikið og þú getur valið skóla út frá mismunandi uppeldisstefnum, trúarbrögðum og svo framvegis. Daggæsla („day care“) nær upp í þriggja ára aldur. Haustið sem börnin verða þriggja ára fara í þau í það sem er kallað „preschool.“ Og síðan er „kindergarden“ sem er í raun skólahópur, brúin á milli 5 ára og 6 ára bekkjar. Fyrsta hálfa árið í New York var Lovísa heimavinnandi með synina tvo. „Um sumarið komust við síðan að að því að borgin væri byrjuð að bjóða börnum fría skólagöngu niður í þriggja ára aldur í stað fimm ára, af því að það hafði verið svo mikið brottfall hjá börnum úr skóla út af Covid. Flóki var þess vegna tveggja og hálfs árs þegar hann byrjaði í „preschool“, sem er í raun eins og leikskóli heim á Íslandi, og við höfum þar af leiðandi aldrei þurft að greiða fyrir skólavist hjá honum. Það voru reyndar vissir erfiðleikar hjá okkur þarna í byrjun, það var til dæmis enginn aðlögunartími út af Covid samkomutakmörkunum. Og það var skiljanlega ekki auðvelt fyrir tveggja og hálfs árs gutta að vera allt í einu kominn í nýtt umhverfi og nýtt tungumál, og þurfa þar að auki að vera með grímu allt fyrsta árið. En þetta blessaðist allt á endanum. Síðan gerðist það að við ákváðum að framlengja dvölina okkar úti, af því að Gunnari var boðin staða doktorsnema í rafhlöðuverkfræði. Við fórum að skoða möguleika varðandi dagvistun fyrir Marel, og hann fékk svo daggæslupláss í apríl árið 2022 og ég fór að svipast um eftir vinnu. Af því að ég hef ekki atvinnuleyfi hér þá þurfti ég að leggja höfuðið í bleyti, enda ekki mikið af fjarvinnu í boði þar sem þú þarft aldrei að mæta á staðinn. En það hafðist að lokum og í dag er ég að vinna sem markaðstjóri hjá Ansa Athletics, sem hjálpar krökkum að komast í háskóla í Bandaríkjunum á íþróttastyrk. Fjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja á nýafstaðinni hrekkjavöku.Aðsend Þegar Marel byrjaði í daggæslu var hann þar í þrjá daga í viku, og dagurinn kostaði rúmlega tíu þúsund krónur íslenskar. Við vorum sem sagt að borga álíka mikið fyrir þrjá daga þarna og fyrir viku í leikskóla á Íslandi. En síðan vorum við svo heppin að fá úthlutað plássi fyrir hann í einkareknum „preschool“ , og fengum styrk. Núna erum við að skoða möguleikana á daggæslu fyrir Svölu og þreifa fyrir okkur með kostnað.“ Lovísa segir muninn á skólakerfinu í New York og á Íslandi einnig liggja í fjölbreytninni. „Það eru svo margir skólar hérna út um allt og það er tiltölulega auðvelt að láta barn skipta um skóla. Maður er ekki eins bundinn af hverfaskiptingu og manneklu eins og heima á Íslandi. En neikvæða hliðin á þessu er stéttaskiptingin; þeir sem eru sterkefnaðir eru í betri málum þegar kemur að menntun barna sinna. Hún nefnir einnig kynþáttamismunun, sem er svo sannarlega staðreynd í bandarísku samfélagi. Fjölskyldan býr á hverfamörkum Upper West Side og Harlem, þar sem stórt hlutfall íbúa eru hörundsdökkir innflytjendur. „Og það var alveg ákveðið sjokk að sjá þetta, þessi brú á milli kynþátta og þessi mismunun á lífsgæðum. Þar af leiðandi höfum við gert okkur grein fyrir því hvað við erum heppin, verandi hvítir evrópskir innflytjendur. Fjarlægðin gerir fjöllin ekki blá Fjölskyldan hefur núna verið búsett vestanhafs í hátt í fjögur ár. Lovísa og Gunnar sjá fyrir sér að vera áfram í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hefur farið til Íslands á hverju sumri undanfarin ár. „Þá förum í sveitina og ferðumst um landið. Við viljum auðvitað vökva ræturnar eins mikið og við getum. Af því að við viljum ala upp íslensk börn.“ Lovísa segir að þeim hjónum sé sömuleiðis annt um að börnin þeirra haldi við móðurmálinu sínu. „Flóki var í fjóra mánuði í leikskóla á Íslandi áður en við fluttum út og náði þar af leiðandi að byggja upp íslenskan orðaforða. Marel hefur hins vegar alist upp við bæði tungumálin samhliða. Við tölum alltaf íslensku á heimilinu, nema í þau skipti þegar enskumælandi vinir okkar eru í heimsókn. Það hefur gengið vel hjá okkur, og Flóki er stundum kallaður íslenskulöggan á heimilinu af því að hann er alltaf mjög fljótur að leiðrétta bróður sinn ef hann grípur skyndilega í enskuna.“ Hún segir að öfugt við það sem margir halda þá lifi fjölskyldan frekar hægu lífi í New York, og í rauninni upplifi þau meiri kyrrð í bandarísku stórborginni heldur en heima á Íslandi. „Þegar við höfum komið heim til Íslands á sumrin hefur alltaf verið svo mikill hraði á okkur og dagskráin hefur alltaf verið pökkuð allan tímann. Við erum eiginlega alveg búin á því eftir þessar Íslandsheimsóknir.“ Eins og staðan er þá framtíðin frekar óljós. „Gunnar útskrifaðist úr doktorsnáminu seinasta vor, hann fékk að halda áfram í verkefninu og verður á stúdentavísanu þangað til hann fer á vinnumarkaðinn. Það er frekar erfitt að segja til um hvert framhaldið verður hjá okkur. Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði og vega og meta,“ segir Lovísa og bætir við að breytt landslag í pólitíkinni í Bandaríkjunum spili líka inn í. „Niðurstöður forsetakosninganna fyrr í vikunni var ákveðið áfall fyrir okkur líkt og flest alla aðra í New York. Við segjum oft að við elskum New York en séum ekki endilega aðdáendur Bandaríkjanna. Við vorum mögulega of bjartsýn á niðurstöðurnar en við höfum ekki gert upp hug okkar hvernig þetta mun koma til með að reiknast inn í okkar framtíðarplön. Sú vinna er næst á dagskrá hjá okkur en það hefur margt breyst á stuttum tíma. Þegar við fluttum hingað út í upphafi þá sögðum við alltaf að ef allt færi á versta veg þá myndum við bara flytja heim aftur. Það eru auðvitað margt sem maður saknar frá Íslandi, þessir litlu hlutir eins og hreina vatnið og að fara ódýrt í sund. Og svo eru fjölskyldan og vinirnir, ömmurnar og afarnir. En svo er líka svo heppilegt að flugtíminn til New York er ekki það langur og fólkið okkar er þess vegna duglegt að koma og heimsækja okkur. Bandarískt samfélag er auðvitað langt frá því að vera fullkomið, og það eru kostir og gallar við bæði þessi lönd. En okkur finnst samfélagið á Íslandi ekki hagstætt fyrir fjölskyldu eins og okkar. Það er svo margt sem fælir mann frá því að flytja heim með þrjú ung börn, eins og til dæmis leikskólamálin, og að þurfa að ákveða búsetu út frá leikskólaplássi. Eins og þróunin hefur verið undanfarin ár þá er fjarlægðin ekki beinlínis að gera fjöllin blárri í okkar tilfelli.“
Íslendingar erlendis Bandaríkin Börn og uppeldi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira