Viðskipti erlent

Hlutabréfahrun í Japan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Nikkei 225 vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi í þrjú ár.
Nikkei 225 vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi í þrjú ár. Vísir/Getty
Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 5,4 prósent í dag eða um 918,86 stig. Vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi síðan á miðju ári 2013.

Hlutabréf víðsvegar um heiminn hafa verið að falla. Hlutabréf í Deutsche Bank féllu um 9,5 prósent og lækkuðu markaðir víðsvegar um Evrópu einnig.

Dow Jones lækkaði um 1,1 prósent í gær, og FTSE 100 í London um 2,7 prósent.

Hlutabréf í bönkum féllu mest í Tókýó, Mitsubishi UFJ lækkaði um 8,3 prósent, Sumitomo Mitsui um 8,7 prósent og Mizuho Financial Group um 5,8 prósent. 

Sterkari gengi yen hefur haft áhrif á útflutning. Hlutabréf í Toyota féllu um 5,9 prósent, Honda féll um 6,4 prósent og Nissan um 6,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×