Viðskipti erlent

Stefna að fimm milljörðum notenda fyrir 2030

Sæunn Gísladóttir skrifar
Facebook þyrfti að rúmlega tvöfalda notendafjölda sinn til að ná markmiðinu innan fjórtán ára.
Facebook þyrfti að rúmlega tvöfalda notendafjölda sinn til að ná markmiðinu innan fjórtán ára. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur tilkynnt starfsmönnum sínum að hann stefni að fimm milljörðum notenda fyrir árið 2030. USA Today greinir frá þessu.

Í dag er Facebook 12 ára, á þeim tíma hefur samfélagsmiðillinn bætt við sig 1,5 milljarði notenda. Facebook þyrfti að rúmlega tvöfalda notendafjölda sinn til að ná markmiðinu innan fjórtán ára.

Facebook birti nýverið rannsókn sem sýndi fram á að allir á samfélagsmiðlinum tengdust með 3,75 tengingum, sem er lægra en oft hefur verið talað um, eða sex tengingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×