Viðskipti erlent

Sektaðir um 20 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Barclays-bankinn var sektaður um níu milljarða króna.
Barclays-bankinn var sektaður um níu milljarða króna. Vísir/Getty
Bankarnir Barclays og Credit Suisse hafa verið sektaðir um 108 milljónir punda, jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna. Bandarískur eftirlitsaðili hefur sektað bankana fyrir ólöglega viðskiptahætti. BBC greinir frá.

Bankarnir eru sakaðir um að með ólöglegum hætti hafa leyft viðskiptavinum í Bandaríkjunum að stunda viðskipti með hlutabréf án þess að gefa upp verð þeirra í svokölluðum „myrkum laugum“ eða „dark pools“.

Barclays hefur játað það að brjóta lög og mun greiða níu milljarða króna fyrir það. Credit Suisse mun hins vegar greiða 11 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×