Viðskipti erlent

Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar.
Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar. vísir/getty
Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar. 

Tilkynnt var um þetta í morgun eftir fund þeirra í Doha. Samningurinn er gerður til að draga úr verðfalli á hrávörumarkaði, en olíuverð hefur fallið umtalsvert undanfarna mánuði. 

Olíuráðherra Sádí arabíu, Ali al-Naimi sagði eftir fundinn að það að frysta framleiðsluna væri það sem markaðurinn þyrfti. Ráðherrarnir vilji stöðugt olíuverð.

BBC hefur eftir City Index greiningaraðilanum Fawad Razaqzada að ákvörðunin valdi vonbrigðum, þar sem markaðurinn hefði vonast eftir að dregið yrði úr olíuframleiðslu sem myndi ýta verðinu upp á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×