Viðskipti erlent

Johnson & Johnson greiðir milljarðabætur vegna barnapúðurs

ingvar haraldsson skrifar
Johnson & Johnson neitaði sök í málinu og íhugar að áfrýja því.
Johnson & Johnson neitaði sök í málinu og íhugar að áfrýja því.
Johnson Johnson hefur verið dæmt til að greiða fjölskyldu konu sem lést á síðasta ári 72 milljónir dollara, ríflega 9 milljarða íslenskra króna.

Kviðdómur í Missouri ríki í Bandaríkjunum taldi sýnt fram á að andlát konunnar, sem var með krabbamein í eggjastokkum, hefði tengst notkun hennar á barnapúðri fyrirtækisins.

Konan, sem hét Jackie Fox og var frá Birmingham í Alabama, hafði notað barnapúður frá Johnson Johnson í áratugi að því er BBC greinir frá.

Fjölskylda konunnar taldi fyrirtækið hafa vitað af hættum sem tengdust notkun barnapúðursins án þess að vara aðra við.

Johnson Johnson hafnaði ásökunum fjölskyldunnar og íhugar nú að áfrýja málinu.

Í frétt BBC er haft eftir góðgerðasamtökunum Cancer Research UK að ekki hafi verið sýnt fram á tengsl milli notkunar púðursins og krabbameins í eggjastokkum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×