Viðskipti erlent

Horfa á fleiri myndbönd á Snapchat en YouTube

Sæunn Gísladóttir skrifar
Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat.
Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat. Vísir/AP
Notendur Snapchat horfa á átta milljarða myndbanda á dag á samfélagsmiðlinum. Þessu greindi framkvæmdastjóri Snapchat, Evan Spiegel, frá á fjárfestakynningu í gær. 

Spiegel greindi frá því að notendur horfi á fimm sinnum fleiri myndbönd á dag en þeir gerðu fyrir ári síðan. Notendur Snapchat horfa á jafn mikið af myndböndum í gegnum samfélagsmiðilinn á dag og notendur Facebook. Notendur YouTube horfa ekki á jafn mörg myndbönd á dag.

Til gamans má get að notendur Snapchat eru 100 milljónir á dag, eða tíu sinnum færri en notendur Facebook. Þeir horfa því á mun fleiri myndbönd að meðaltali en Facebook notendur á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×