Innlent

Vonast til að fá fleiri ferðamenn með því kalla bæina Reykjavík

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að sameinast undir merkjum Reykjavíkur til að reyna að fjölga heimsóknum erlendra ferðamanna í nágrannabæi borgarinnar.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að markaðssetja sig framvegis gagnvart erlendum ferðamönnum undir vörumerkinu „Reykjavík Loves“. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Garðabær hér eftir kynna sig undir nafni Reykjavíkur samkvæmt samningi sem að bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu fyrr í dag.

„Reykjavík er okkar sterkasta vörumerki hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að fyrir okkur er bara markmiðið að fá túristana og ef að þeir halda að þeir séu að fara inn í eitthvert annað sveitarfélag þá held ég að leiðin verði í hugum þeirra lengri. Þannig að við teljum að þetta sé bara gott með þetta að markmiði að fá inn fleiri túrista í Kópavoginn,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×