Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík

Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ógeðs­leg að­koma að í­búðinni eftir Airbnb-gesti

Óheppinn leigusali Airbnb-íbúðar á Íslandi birti myndir í vikunni af mjög svo óþrifalegri aðkomu eftir gesti í íbúðinni. Leigusalinn segir leiðinlegt að koma að óhreinu leirtaui og rusli um alla íbúð og biðlar til fólks að ganga betur um.

Innlent
Fréttamynd

Falsaði fleiri bréf

Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill tryggja bráða­viðbragð í Ör­æfum allan ársins hring

Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bundið slit­lag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði

Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins.

Innlent
Fréttamynd

Euro­vision að­dá­endur flykkjast enn til Húsa­víkur

Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið.

Lífið
Fréttamynd

Ferða­leiðsögn í skjóli á­byrgðar – tími til kominn að endur­hugsa nálgunina

Það ríkir undarleg þversögn í íslenskri ferðaþjónustu. Á meðan almenningur, fræðasamfélagið og stór hluti atvinnugreinarinnar viðurkennir mikilvægi fagmennsku og sérþekkingar í leiðsögn ferðamanna, þá virðist stjórnsýslan líta á ferðaleiðsögn sem eitthvað sem hver sem er geti sinnt – án sérstakra skilyrða, án viðurkenningar, án ábyrgðar.

Skoðun
Fréttamynd

Tekjur meiri af er­lendum ferða­mönnum og færri starfandi í ferða­þjónustu

Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaldar kveðjur frá for­sætis­ráðherrra til ferða­þjónustunnar

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis­ráðherra á réttri leið

Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu.

Skoðun
Fréttamynd

Ólga meðal þristavina vegna ör­laga Gunnfaxa

Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn.

Innlent
Fréttamynd

Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu

Um sextíu Husky hundar og eigendur þeirra hafa skráð sig í husky hundakeppni, sem fer fram í Eyjafirði í lok mánaðarins. Hjón, sem standa að keppninni og eiga heiðurinn af henni eru sjálf með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu.

Lífið
Fréttamynd

Kín­verskur dómur um bana­slys skipti engu máli og TM slapp

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kínversk ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á bótum úr hendi TM vegna banaslyss sem varð árið 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt aðstandendum þeirra tveggja sem létust bætur og taldi sig því hafa eignast kröfu þeirra á hendur TM. Landsréttur hélt nú ekki.

Innlent
Fréttamynd

Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand

Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk er í á­falli yfir þessu“

Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu.

Innlent