Viðskipti erlent

Nýir símar Samsung fá að kenna á því

Samúel Karl Ólason skrifar
Samsung Galaxy S7 og S7 edge bornir saman við iPhone 6s og 6s Plus.
Samsung Galaxy S7 og S7 edge bornir saman við iPhone 6s og 6s Plus.
Nýjustu símar SamsungGalaxy S7 og S7 edge, eru sagðir vera vatnsþolnir, en ljóst er að þeir þola ekki gangstéttar. Tryggingafyrirtækið Square Trade skoðaði símana á dögunum og hvað þeir þola. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við síðustu útgáfu af snjallsímum Apple.

Próf sem þessi eru orðin mjög algeng við útgáfu nýrra síma eftir Bendgate málið svokallaða

Samsung hefur gefið út að símarnir eigi að vera vatnsþolnir eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur og var sú staðhæfing tekin til skoðunar.

Eftir að hafa verið á um eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur, virkuðu báðir Samsung símarnir nærri því að fullu. Hátalarar símanna höfðu þó skemmst og var hljóð mjög slæmt.

Eftir 30 mínútur á kafi heyrðist ekkert hljóð frá iPhone 6s og skjárinn skemmdist. iPhone 6s Plus byrjaði að bila eftir tíu mínútur og varð ónýtur eftir 24 mínútur.

Í myndbandi Square Trade, sem sjá má hér að neðan, er einnig farið yfir hvernig símarnir standa af sér fall og hvort þeir bogni auðveldlega.

Á vef Mashable er rifjað upp að við útgáfu Galaxy S6 símanna gagnrýndi Samsung prófanir Square Trade. Fyrirtækið fór fram á að átaksprófið yrði gert aftur með þremur átakspunktum í stað eins.

Samsung Galaxy 7S edge brenndur og rispaður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×