Markaðir komnir í ró Sæunn Gísladóttir skrifar 11. mars 2016 06:00 Dow Jones vísitalan hefur hækkað um tíu prósent frá lægstu lægðum 11. febrúar. Vísir/AFP Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira