„Framar okkar björtustu vonum” Birta Björnsdóttir skrifar 11. mars 2016 19:45 Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira