Viðskipti erlent

Kínverjar eyddu 27 þúsund milljörðum í ferðalög

Sæunn Gísladóttir skrifar
Einn af hverjum tíu ferðamönnum heims kemur nú frá Kína.
Einn af hverjum tíu ferðamönnum heims kemur nú frá Kína. Vísir/Valli
Á síðasta ári vörðu Kínverskir ferðamenn 215 milljörðum dollara, eða 27 þúsund milljörðum króna, erlendis. Vaxandi millistétt Kína er í ferðaútrás og hefur jákvæð áhrif á hagkerfi heimsins með miklum ferðalögum. CNN Money greinir frá þessu. 

Kínverjar vörðu 53 prósent meiru í ferðalög árið 2015 en árið 2014 og eru nú þeir ferðalangar heims sem verja mestu í ferðalög. Til að setja töluna í samhengi þá vörðu þeir fjárhæð sem nemur rúmlega fjórtán sinnum vergri landsframleiðslu Íslands árið 2013 í ferðalög. 

Hundrað og tuttugu milljónir kínverskra ferðalanga voru á ferðalagi árið 2015 sem er tvöfalt fleiri en árið 2010 samkvæmt Hagstofu Kína. Einn af hverjum tíu ferðamönnum heims kemur nú frá Kína. 

Spáð er að 80 þúsund kínverskir ferðamenn munu koma til Íslands í ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×