Handbolti

HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Á síðustu stundu. Það eru 69 dagar síðan Guðmundur formaður og Einar, framkvæmdastjóri HSÍ, settust niður á fundi með Aroni Kristjánssyni er hann hætti.
Á síðustu stundu. Það eru 69 dagar síðan Guðmundur formaður og Einar, framkvæmdastjóri HSÍ, settust niður á fundi með Aroni Kristjánssyni er hann hætti. vísir/vilhelm
Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur.

Það var þann 22. janúar síðastliðinn að HSÍ hélt blaðamannafund þar sem Aron Kristjánsson tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa landsliðið. Hann tók þá ákvörðun eftir vonbrigðin á EM í Póllandi.

„Við gefum okkur engan sérstakan tímaramma til að ráða nýjan þjálfara,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á fundinum í janúar.

Formaðurinn er samt sprunginn á tíma enda landsleikur gegn Noregi eftir þrjá daga og eins ótrúlegt og það hljómar er ekki búið að tilkynna neinn leikmannahóp fyrir leikina tvo gegn Noregi sem fara fram á sunnudag og þriðjudag. Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag.

Þó svo formaðurinn hafi ekki sett sér neinn tímaramma í janúar gerði hann það þó síðar.

„Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtali við Vísi þann 4. mars síðastliðinn. Þá var hann ekki að fara á taugum.

„Við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“

Klukkan hefur tifað og HSÍ er sprungið á tíma. Þessi drjúgi tímarammi sem formaðurinn setti sér rennur út í dag og ekki hefur enn verið staðfest að blaðamannafundur verði hjá HSÍ síðar í dag þar sem tilkynnt verði um nýjan þjálfara.


Tengdar fréttir

Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ

Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ.

Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði

Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×