Handbolti

Þórir skoraði þrjú og Selfoss og Fjölnir spila um úrvalsdeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir Ólafsson í eldlínunni.
Þórir Ólafsson í eldlínunni. vísir/valli
Það verða Fjölnir eða Selfoss sem munu leika í Olís-deildinni á næsta tímabili, en liðin unnu bæði einvígi sín 2-0 í umspili um laust sæti í efstu deild.

Fjölnir vann HK 22-20 í annað skipti, en leikið var í Kópavogi í dag. Brynjar Loftsson skoraði sjö mörk fyrir Selfoss og Andri Þór Helgason var markahæstur hjá HK með sjö mörk.

Selfoss vann einnig sitt einvígi 2-0, en þeir unnu Þrótt með átta marka mun, 33-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk, en Óttar Filipp Pétursson gerði níu mörk fyrir heimamenn í Þrótti.

Athygli vakti að Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Selfoss, en hann er að hjálpa sínu uppeldisfélagi að komast í deild þeirra bestu. Þórir var búinn að segjast ætla að leggja skóna á hilluna.

Fjölnir og Selfoss mætast því í úrslitarimmunni um sæti í efstu deildinni á næstu leiktíð, en vinna þarf þrjá leiki í rimmunni til þess að sigra hana. Fyrsti leikur liðanna er eftir slétta viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×