Viðskipti erlent

Hlutabréf í Mitsubishi hríðféllu í gær

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Stjórnarformaður og forstjóri Mitsu­bishi viðurkenndu vörusvikin á fjölmiðlafundi í gær.
Stjórnarformaður og forstjóri Mitsu­bishi viðurkenndu vörusvikin á fjölmiðlafundi í gær. Nordicphotos/AFP
Forsvarsmenn bílaframleiðandans Mitsubishi hafa viðurkennt að hafa falsað tölur um eldsneytis­eyðslu bifreiða sinna.

Um er að ræða tæplega 600 þúsund farartæki sem fyrirtækið seldi í Japan.

Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Mitsubishi um 15 prósent. Fallið hjá fyrirtækinu er það mesta í 12 ár. Af þessum 600 þúsund farartækjum voru 470 þúsund bílar framleiddir fyrir bílaframleiðandann Nissan.

Forstjóri Mitsubishi Motors í Bretlandi segir að ekkert bendi til að áðurnefndir bílar hafi verið seldir í Evrópu.

Mitsubishi er sjötti stærsti bílaframleiðandinn í Japan en fyrirtækið seldi milljón bíla í fyrra.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×