Viðskipti erlent

Frekara aðhaldi er mótmælt í Grikklandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mótmæli í Aþenu gegn nýjustu aðhaldsaðgerðunum.
Mótmæli í Aþenu gegn nýjustu aðhaldsaðgerðunum. Fréttablaðið/EPA
Fulltrúar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins koma saman í Brussel í dag til að leggja blessun sína yfir nýjustu aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar.

Þúsundir manna héldu út á götur í Aþenu í gær til að mótmæla aðgerðunum, áður en þær voru bornar undir atkvæði í gríska þinginu.

Þær snúast meðal annars um að lækka hámarkslífeyrisgreiðslur og hækka skatta á meðal- og hátekjur.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska stjórnin hafi að mestu náð þeim markmiðum, sem stefnt var að með fjárhagsaðstoðinni frá ESB og AGS.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, segir hins vegar að enn séu veruleg göt í þeim aðgerðum, sem halda á út í.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×